Einar Andri: Ekki sjálfgefið að við verðum betri en við erum núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2016 21:59 Einar Andri og strákarnir hans eru með sex stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar eftir níu umferðir. vísir/anton Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Það var létt yfir Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, eftir sigur hans manna á Val í kvöld. „Þetta var hrikalega sætur sigur. Við vorum í vandræðum stóran hluta leiksins en strákarnir héldu áfram og fundu einhvern kraft til þess að klára þetta. Ég veit ekki alveg hvaðan hann kom,“ sagði Einar Andri. Mosfellingar voru í miklu basli í fyrri hálfleik þar sem sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. En hvað breyttist til batnaðar í seinni hálfleik? „Sölvi [Ólafsson] kom í markið, fór að verja og kveikti í þessu. Hann gaf okkur það sem upp á vantaði. Elvar [Ásgeirsson] steig upp og Árni Bragi [Eyjólfsson] var góður allan leikinn,“ sagði Einar Andri. Afturelding er komið með sex stiga forystu á toppi Olís-deildarinnar eftir átta sigurleiki í röð. Einar Andri segist ekki hafa átt von á svona góðu gengi í upphafi tímabils. „Staðan á okkur með meiðsli var ekki góð í sumar, við vorum slakir á undirbúningstímabilinu og töpuðum fyrsta leik. Þannig að ef þú hefðir spurt mig þá hvort við myndum vinna átta leiki í röð hefði það verið algjörlega út úr korti. En við höfum fundið einhverja formúlu sem virkar,“ sagði þjálfarinn. Sterka leikmenn vantar í lið Aftureldingar vegna meiðsla. Einar Andri segir ekki sjálfgefið að liðið verði sterkara þegar þeir koma til baka. „Það eru margir að spá í þetta en það er ekkert sjálfsagt mál að við verðum betri en við erum núna. Það þarf að búa til liðsheild og það verður púsluspil að koma þessu saman. En strákana hungrar í árangur þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-23 | Áttundi sigur Mosfellinga í röð Afturelding náði sex stiga forskoti á toppi Olís-deildar karla þegar liðið vann tveggja marka sigur, 25-23, á Val í kvöld. 27. október 2016 21:45