Vine hættir: Smáforritið sem lamaði Smáralind lagt niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 22:35 Það var allt stappað í Smáralind þegar tvær Vine-stjörnur kíktu til landsins. Vísir/Andri Marinó Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind. Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Twitter hefur tilkynnt að það muni leggja niður örmyndbandaþjónustu sína, Vine. Fjögur ár eru síðan Vine var kynnt til sögunnar og náði það gríðarlegum vinsælum á meðal ungs fólks þegar mest lét líkt og Íslendingar urðu varir við í upphafi árs 2014. Þá komu Vine-stjörnunar Jerome Jarr og Nash Grier til Íslands og það ætlaði allt um koll að keyra er þeir félagar létu sjá sig í Smárálind. Miklar skemmdir urðu á bílum og vitni segja gríðarlegt öngþveiti hafa skapast þegar mikill fjöldi unglinga safnaðist saman til að bera þá félaga augum.Bílar urðu fyrir barðinu á æstum aðdáendum.Vísir/Andri MarinóGríðarlegur mannfjöldi safnaðist saman í Smáralind og sögðu viðstaddir sem Vísir talaði við aðekki hefði verið hægt að hreyfa legg né lið í þvögunni.Öryggisstarfsfólk reyndi að hafa stjórn á þvögunni en hafði litla sem enga möguleika á að gera það. Með Vine var hægt að deila sex sekúndna löngu myndböndum sem spiluðust í lykkju. Twitter hefur ekki gefið upp ástæður þess að það ætli sér að leggja niður Vine en fyrr í dag tilkynnti Twitter að það myndi segja upp níu prósent af starfsfólki sínu í hagræðingarskyni. Ekki hefur verið gefið út hvenær Vine verður lagt niður en forsvarsmenn Twitter segja að það verði gert á næstu mánuðum. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því að þeir félagar gerðu allt vitlaust í Smáralind.
Tækni Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira