Aukasýningu bætt við á Évgení Onegin Tinni Sveinsson skrifar 27. október 2016 17:00 Þóra Einarsdóttir í hlutverki Tatjönu. Mynd/Jóhanna Ólafsdóttir Mikil gleði er innan herbúða Íslensku Óperunnar vegna frábærra viðtaka á uppfærslunni Évgení Onegin, sem frumsýnd var um síðustu helgi. „Magnaður Évgení Onegin slær í gegn“ var fyrirsögnin á fimm stjörnu dómi Jónasar Sen í Fréttablaðinu og hér á Vísi og var hann á því að þetta væri ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. Í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni kemur fram að vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu laugardaginn 19. nóvember kl. 20. Miðarnir hafa rokið út síðustu daga og er nú nær uppselt er á sýningarnar 29. október, 6. og 12. nóvember. Í tilkynningunni er einnig vísað í fleiri jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og gesta: „Enn einn sigur fyrir Íslensku óperuna, skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á TMM. Í Víðsjá sagði María Kristjánsdóttir að Évgení Onegin væri „sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“. Í Kastljósi sagði Hlín Agnarsdóttir að sýningin hefði tekist listavel og á sama stað sagði Helgi Jónsson að söngvararnir hefðu staðið sig „algjörlega frábærlega“. Ingvar Jón Bates Gíslason skrifaði í Morgunblaðið: „Uppfærsla Íslensku óperunnar á ógæfu Onegins er í heild hin besta skemmtun og framganga einsöngvara ein og sér réttlætir húsfylli næstu sýningar og aukasýningar.““ Hægt er að nálgast upplýsingar um miða á vef Hörpu. Menning Tengdar fréttir Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15 Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. 25. október 2016 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mikil gleði er innan herbúða Íslensku Óperunnar vegna frábærra viðtaka á uppfærslunni Évgení Onegin, sem frumsýnd var um síðustu helgi. „Magnaður Évgení Onegin slær í gegn“ var fyrirsögnin á fimm stjörnu dómi Jónasar Sen í Fréttablaðinu og hér á Vísi og var hann á því að þetta væri ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. Í fréttatilkynningu frá Íslensku óperunni kemur fram að vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu laugardaginn 19. nóvember kl. 20. Miðarnir hafa rokið út síðustu daga og er nú nær uppselt er á sýningarnar 29. október, 6. og 12. nóvember. Í tilkynningunni er einnig vísað í fleiri jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og gesta: „Enn einn sigur fyrir Íslensku óperuna, skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á TMM. Í Víðsjá sagði María Kristjánsdóttir að Évgení Onegin væri „sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara“. Í Kastljósi sagði Hlín Agnarsdóttir að sýningin hefði tekist listavel og á sama stað sagði Helgi Jónsson að söngvararnir hefðu staðið sig „algjörlega frábærlega“. Ingvar Jón Bates Gíslason skrifaði í Morgunblaðið: „Uppfærsla Íslensku óperunnar á ógæfu Onegins er í heild hin besta skemmtun og framganga einsöngvara ein og sér réttlætir húsfylli næstu sýningar og aukasýningar.““ Hægt er að nálgast upplýsingar um miða á vef Hörpu.
Menning Tengdar fréttir Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15 Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. 25. október 2016 10:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15
Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma. 25. október 2016 10:00