Sport1: Dagur gæti fengið 75 milljónir í árslaun hjá PSG Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2016 12:00 Dagur fagnar bronsverðlaunum þýskalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Dagur gerði Þýskaland að Evrópumeisturum í upphafi árs. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson gæti hætt sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar eins og áður hefur verið fjallað um. Samningur Dags við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2020 en er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrir 30. júní í sumar. Sjá einnig: Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 hefur Dagur fengið tilboð frá bæði PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. Sjá einnig: Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Vefritið Sport1.de í Þýskalandi fullyrðir í dag að PSG sé eitt þeirra liða sem hafi gert hosur sínar grænar fyrir Degi. Samningur Noka Serdarusic, núverandi þjálfara PSG, rennur út í sumar og er fullyrt í fréttinni að Dagur gæti fengið 600 þúsund evrur í árslaun hjá PSG - tvöfalt meira en hann þénar hjá þýska handknattleikssambandinu. Þess fyrir utan hefur PSG umtalsverðar fjárhæðir á milli handanna í rekstur félagsins - um sautján milljónir evra. Til samanburðar má nefna að Kiel er rekið fyrir 9,5 milljónir evra á ári. Sjá einnig: Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlin, segir að viðræður við Dag séu enn í gangi en að hann viti vel að árangur Dags hafi gert hann að einum eftirsóttasta þjálfara heims. „Þetta snýst ekki bara um peninga. Þetta snýst um lífsplönin hans Dags,“ sagði Hanning. Ljóst er að Dagur mun sama á hvað dynur stýra þýska landsliðinu á HM í Frakklandi sem fer fram í janúar á næsta ári. Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Dagur Sigurðsson gæti orðið þjálfari Arons Pálmarssonar næsta sumar. 26. október 2016 18:30 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson gæti hætt sem þjálfari þýska landsliðsins í sumar eins og áður hefur verið fjallað um. Samningur Dags við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2020 en er uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila fyrir 30. júní í sumar. Sjá einnig: Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 hefur Dagur fengið tilboð frá bæði PSG í Frakklandi og Veszprem í Ungverjalandi. Sjá einnig: Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Vefritið Sport1.de í Þýskalandi fullyrðir í dag að PSG sé eitt þeirra liða sem hafi gert hosur sínar grænar fyrir Degi. Samningur Noka Serdarusic, núverandi þjálfara PSG, rennur út í sumar og er fullyrt í fréttinni að Dagur gæti fengið 600 þúsund evrur í árslaun hjá PSG - tvöfalt meira en hann þénar hjá þýska handknattleikssambandinu. Þess fyrir utan hefur PSG umtalsverðar fjárhæðir á milli handanna í rekstur félagsins - um sautján milljónir evra. Til samanburðar má nefna að Kiel er rekið fyrir 9,5 milljónir evra á ári. Sjá einnig: Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlin, segir að viðræður við Dag séu enn í gangi en að hann viti vel að árangur Dags hafi gert hann að einum eftirsóttasta þjálfara heims. „Þetta snýst ekki bara um peninga. Þetta snýst um lífsplönin hans Dags,“ sagði Hanning. Ljóst er að Dagur mun sama á hvað dynur stýra þýska landsliðinu á HM í Frakklandi sem fer fram í janúar á næsta ári.
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30 Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Dagur Sigurðsson gæti orðið þjálfari Arons Pálmarssonar næsta sumar. 26. október 2016 18:30 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11
Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Viðræður um áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana 2020 eru í gangi. En Dagur gæti gengið frá borði næsta sumar. 26. október 2016 09:30
Tvö af stærstu liðum heims vilja fá Dag Dagur Sigurðsson gæti orðið þjálfari Arons Pálmarssonar næsta sumar. 26. október 2016 18:30
Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00