Sport

England heldur heimsmeistarakeppnina í ruðningi 2021

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
HM-bikarinn.
HM-bikarinn. Vísir/Getty
Englendingar eru enn fúlir að hafa ekki fengið að halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2018. Keppnin fór til Rússa eins og frægt er orðið.

Englendingar hafa nú fengið örlitla sárabót því þeir fá að halda heimsmeistarakeppnina í ruðningi, rugby, árið 2021.

Þetta verður stærsta heimsmeistarakeppnin í ruðningi frá árinu 2000 en sextán þjóðir taka þátt og keppnin inniheldur 31 leik.

Rugby er fjórða til fimmta stærsta hópíþrótt í heiminum með yfir fjórar milljónir skráðra leikmanna.

England hélt HM í ruðningi síðast árið 2013 en þá vann Ástralía 34-2 stórsigur á nágrönnum sínum í Nýja-Sjálandi í úrslitaleiknum.

Enska rugby-sambandið fékk fimmtán milljónir punda frá yfirvöldum í Bretlandi til að styðja við bakið á umsókninni.

80 prósent leikja keppninnar fara fram í Lancashire og Yorkshire en einnig verður spilað í London, Miðlöndunum og norðausturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×