Kosið um gott líf á laugardaginn Almar Guðmundsson skrifar 27. október 2016 00:00 Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar marka ákveðin tímamót fyrir okkur öll. Með nýjum stjórnvöldum koma nýjar áherslur sem í mörgum tilfellum varða mjög hagsmuni íslenskra fyrirtækja. Það er mikilvægt að allir átti sig á því að hagsmunir fyrirtækja í landinu eru ekki sérhagsmunir þeirra heldur er um að ræða sameiginlega hagsmuni okkar allra enda er öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst af miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Í aðdraganda kosninganna nú hafa Samtök iðnaðarins lagt fram sex málefni í umræðuna undir yfirskriftinni Kjósum gott líf. Við viljum með því vekja athygli á mikilvægi þessara málefna og teljum það vera hag okkar allra að efnahagslegur stöðugleiki, húsnæðismál, menntamál, samgöngur og innviðir, orka og umhverfi og nýsköpun fái veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Málefnin voru lögð fram með þá von að frambjóðendur allra flokka mundu leggja við hlustir. Það er ekki þannig, eins og sumir virðast telja, að hagsmunasamtök eins og Samtök iðnaðarins berjist af alefli við stjórnvöld á hverjum tíma við að þvinga fram áherslur sínar. Þvert á móti. Uppspretta góðra hugmynda, löggjafar og reglugerða byggir oftar en ekki á heilbrigðum samskiptum og skoðanaskiptum stjórnvalda og hagsmunaaðila. Það er t.d. staðreynd að í allmörgum tilvikum myndast nokkuð breið pólitísk samstaða um mál og flokkslínur eru ekki alltaf greinanlegar. Hægt er að nefna ótal verkefni sem vandséð er að hefðu orðið að veruleika nema fyrir þær sakir að um sameiginlegan skilning stjórnvalda og atvinnulífs á mikilvægi þeirra var að ræða sem í grunninn hafa sama markmið. Nefna má miklar umbætur í starfsskilyrðum nýsköpunar, breytt útlendingalöggjöf, skattaumhverfi fyrir gagnaver, breytingar á byggingareglugerð, hækkun endurgreiðslu í kvikmyndagerð og forritunarkennslu grunnskólanemenda með Microbit smátölvunum. Svo ekki sé minnst á afnám gjaldeyrishafta sem er risavaxið mál sem varðar alla landsmenn. Allt eru þetta verkefni sem hafa jákvæð áhrif á starfsskilyrðin og unnust mörg hver í samstarfi stjórnvalda og hagsmunaaðila. En það eru líka mikilvæg verkefni sem ekki hafa fengið framgang eins og frekari lækkun tryggingargjalds, rammaáætlun sem tekur ekki tillit til áhrifaþátta sem geta skipt sköpum, búvörusamningar sem skapa innlendum iðnfyrirtækjum ósanngjarna samkeppnisstöðu og skoðun á nýjum fjarskiptastreng. Tímamótin eru handan við hornið þar sem aðeins örfáir dagar eru til kosninga. Ný stjórnvöld sem taka við að kosningum loknum hafa það nokkuð í hendi sér hver samkeppnishæfni Íslands verður á næstu árum. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við þá sem taka við stjórnartaumunum og alla þá sem setjast á þing. Við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að samkeppnishæfnin verði efld til að skapa gott líf fyrir alla landsmenn.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun