Síðustu silfurdrengirnir okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2016 06:00 Strákarnir okkar fagna sögulegu silfri í Peking 2008. vísir/vilhelm Íslenska handboltalandsliðið öðlaðist heimsfrægð í ágústmánuði 2008 þegar liðið komst alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking. Strákarnir töpuðu leiknum reyndar en silfurdrengirnir okkar stimpluðu sig inn sem gullkynslóð íslenska handboltans með árangri sínum. Þetta er fyrsta og eina kynslóðin sem hefur unnið verðlaun á stórmóti og kynslóðin sem hélt íslenska landsliðinu í hópi þeirra bestu í mjög langan tíma. Það hefur smám saman tínst úr hópnum og á síðustu dögum hafa þrír lykilmenn liðsins horfið á braut. Þegar landsliðið kemur saman á næstu dögum verða bara fjórir eftir af leikmönnunum sem tóku þátt í þessum sögulega úrslitaleik í Peking 2008. Leikmennirnir eru Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason. Síðasta vika var stór fréttavika fyrir gullskynslóðina enda byrjaði vikan á því að Alexander Petersson kvaddi liðið, síðan missti það markahæsta leikstjórnanda sögunnar, Snorra Stein Guðjónsson, og loks var markahæsti línumaður landsliðsins frá upphafi, Róbert Gunnarsson, ekki valinn í liðið.graf/fréttablaðiðFyrstu skrefin tekin Fyrstu skrefin að gullkynslóðinni voru tekin þegar Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu 2001 og íslenska liðið komast í undanúrslit á EM í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur kom síðan íslenska liðinu inn á sína fyrstu Ólympíuleika í tólf ár í Aþenu 2004. Liðið náði sér ekki á strik þar og mikil endurnýjun varð á liðinu undir stjórn Viggós Sigurðssonar frá 2005 til 2006. Íslenska liðið sýndi mátt sinn í stórsigri á Frökkum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á HM í Þýskalandi þar sem liðið var aðeins hársbreidd frá því að leika um verðlaun. Guðmundur fékk íslenska liðið aftur í hendurnar fyrir ÓL 2008 og næstu fjögur ár á eftir voru söguleg. Íslenska liðið vann silfur í Peking og svo brons á EM í Austurríki 2010. Liðið var einnig í hóp sex bestu á HM í Svíþjóð 2011 og vann síðan alla leiki sína í riðlakeppni Ólympíuleikanna í London 2012 áður en strákarnir þurftu að sætta við sárgrætilegt tap fyrir Ungverjum í átta liða úrslitunum.„Snobbi“ er horfinn á braut.vísir/vilhelmAlltaf á stórmótum Á árunum eftir Ólympíuleikana í London 2012 hefur íslenska liðið haldið sér inni á stórmótum og náði meðal annars 5. sætinu á EM 2014. Liðið náði því á árunum 2008 til 2012 að enda á topp tíu á fimm stórmótum í röð. Slakt gengi á HM 2013 og áfallið á EM í Póllandi í fyrra hefur hins vegar hækkað þær raddir sem kalla á kynslóðaskipti. Fáir ungir leikmenn hafa komist í lykilhlutverk í liðinu á þessum tímamótaárum fyrir utan Aron Pálmarsson sem var nánast orðinn lykilmaður um leið og hann klæddist landsliðsbúningnum. Aðrir hafa ekki verið mikil viðbót við liðið og fyrir vikið hefur það verið á herðum gullkynslóðarinnar að halda uppi landsliðinu í langan tíma. Það má þó ekki líta fram hjá því að ungu strákarnir eru ekki að reyna að slá neina venjulega leikmenn út enda eru leikmenn gullkynslóðarinnar flestir í hópi bestu landsliðsmanna sögunnar í sinni stöðu. Kynslóðaskiptin hafa því dregist á langinn en landsliðið á erfitt með að fresta þeim mikið lengur. Fráhvarf Snorra Steins og Alexanders, tveggja af bestu leikmönnum liðsins í meira en áratug, eru stór tímamót. Á síðustu árum hefur það nánast þótt sjálfsagður hlutur að íslenska liðið væri ekki bara með á stórmótum heldur stefndi inn í hóp bestu liða mótsins. Liðið er búið að missa mikla reynslu og mikla þekkingu með brotthvarfi lykilmanna gullkynslóðarinnar en nú er það hlutverk nýrrar kynslóðar að halda Íslandi í hópi bestu handboltaþjóða heims. Yngri strákarnir njóta enn leiðsagnar sterkra karaktera eins og þeirra Guðjóns Vals, Björgvins Páls, Arnórs og Ásgeirs. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Hvorugur línumaðurinn var valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM. 24. október 2016 14:30 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið öðlaðist heimsfrægð í ágústmánuði 2008 þegar liðið komst alla leið í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking. Strákarnir töpuðu leiknum reyndar en silfurdrengirnir okkar stimpluðu sig inn sem gullkynslóð íslenska handboltans með árangri sínum. Þetta er fyrsta og eina kynslóðin sem hefur unnið verðlaun á stórmóti og kynslóðin sem hélt íslenska landsliðinu í hópi þeirra bestu í mjög langan tíma. Það hefur smám saman tínst úr hópnum og á síðustu dögum hafa þrír lykilmenn liðsins horfið á braut. Þegar landsliðið kemur saman á næstu dögum verða bara fjórir eftir af leikmönnunum sem tóku þátt í þessum sögulega úrslitaleik í Peking 2008. Leikmennirnir eru Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason. Síðasta vika var stór fréttavika fyrir gullskynslóðina enda byrjaði vikan á því að Alexander Petersson kvaddi liðið, síðan missti það markahæsta leikstjórnanda sögunnar, Snorra Stein Guðjónsson, og loks var markahæsti línumaður landsliðsins frá upphafi, Róbert Gunnarsson, ekki valinn í liðið.graf/fréttablaðiðFyrstu skrefin tekin Fyrstu skrefin að gullkynslóðinni voru tekin þegar Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu 2001 og íslenska liðið komast í undanúrslit á EM í Svíþjóð árið eftir. Guðmundur kom síðan íslenska liðinu inn á sína fyrstu Ólympíuleika í tólf ár í Aþenu 2004. Liðið náði sér ekki á strik þar og mikil endurnýjun varð á liðinu undir stjórn Viggós Sigurðssonar frá 2005 til 2006. Íslenska liðið sýndi mátt sinn í stórsigri á Frökkum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á HM í Þýskalandi þar sem liðið var aðeins hársbreidd frá því að leika um verðlaun. Guðmundur fékk íslenska liðið aftur í hendurnar fyrir ÓL 2008 og næstu fjögur ár á eftir voru söguleg. Íslenska liðið vann silfur í Peking og svo brons á EM í Austurríki 2010. Liðið var einnig í hóp sex bestu á HM í Svíþjóð 2011 og vann síðan alla leiki sína í riðlakeppni Ólympíuleikanna í London 2012 áður en strákarnir þurftu að sætta við sárgrætilegt tap fyrir Ungverjum í átta liða úrslitunum.„Snobbi“ er horfinn á braut.vísir/vilhelmAlltaf á stórmótum Á árunum eftir Ólympíuleikana í London 2012 hefur íslenska liðið haldið sér inni á stórmótum og náði meðal annars 5. sætinu á EM 2014. Liðið náði því á árunum 2008 til 2012 að enda á topp tíu á fimm stórmótum í röð. Slakt gengi á HM 2013 og áfallið á EM í Póllandi í fyrra hefur hins vegar hækkað þær raddir sem kalla á kynslóðaskipti. Fáir ungir leikmenn hafa komist í lykilhlutverk í liðinu á þessum tímamótaárum fyrir utan Aron Pálmarsson sem var nánast orðinn lykilmaður um leið og hann klæddist landsliðsbúningnum. Aðrir hafa ekki verið mikil viðbót við liðið og fyrir vikið hefur það verið á herðum gullkynslóðarinnar að halda uppi landsliðinu í langan tíma. Það má þó ekki líta fram hjá því að ungu strákarnir eru ekki að reyna að slá neina venjulega leikmenn út enda eru leikmenn gullkynslóðarinnar flestir í hópi bestu landsliðsmanna sögunnar í sinni stöðu. Kynslóðaskiptin hafa því dregist á langinn en landsliðið á erfitt með að fresta þeim mikið lengur. Fráhvarf Snorra Steins og Alexanders, tveggja af bestu leikmönnum liðsins í meira en áratug, eru stór tímamót. Á síðustu árum hefur það nánast þótt sjálfsagður hlutur að íslenska liðið væri ekki bara með á stórmótum heldur stefndi inn í hóp bestu liða mótsins. Liðið er búið að missa mikla reynslu og mikla þekkingu með brotthvarfi lykilmanna gullkynslóðarinnar en nú er það hlutverk nýrrar kynslóðar að halda Íslandi í hópi bestu handboltaþjóða heims. Yngri strákarnir njóta enn leiðsagnar sterkra karaktera eins og þeirra Guðjóns Vals, Björgvins Páls, Arnórs og Ásgeirs.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Hvorugur línumaðurinn var valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM. 24. október 2016 14:30 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Sjá meira
Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00
Miklar breytingar hjá handboltalandsliðinu | Þrír nýliðar og enginn Snobbi í liðinu Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. 24. október 2016 13:05
Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00
Geir: Engin ákvörðun um framtíð Róberts og Vignis Hvorugur línumaðurinn var valinn í íslenska landsliðið í handbolta fyrir fyrstu leiki þess í undankeppni EM. 24. október 2016 14:30
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09