Prófessor settur í stjórn Matís gegn vilja sínum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. október 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/eyþór Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Brynhildur Davíðsdóttir prófessor tekur ekki sæti í stjórn Matís ohf. eins og hún var kjörin til á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn í síðustu viku. „Kvöldið fyrir aðalfund varð ljóst að ráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson hygðist taka allt aðra stefnu með stjórn félagsins en fyrirrennarar hans í embætti, með því að skipa fjóra nýja stjórnarmenn þótt fyrir lægi að allir nema einn af stjórnarmönnum gæfu kost á sér,“ segir Friðrik Friðriksson, sem settur var af sem stjórnarformaður og út úr stjórninni á aðalfundinum, Að sögn Friðriks sagði hann á aðalfundinum að vinnubrögð Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væru ámælisverð. „Í ljós hefur komið að einn af þeim sem stillt var upp af ráðherra hafði þegar afþakkað setu í stjórn áður en til fundarins kom, en var kjörinn samt. Þess utan voru samþykktir félagsins brotnar með því að framboð til stjórnar lá ekki fyrir fimm dögum fyrir fund,“ segir Friðrik.Friðrik FriðrikssonKristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki úrslitaatriði að fimm daga fresturinn var ekki virtur. „Ég hugsa að það hafi nú verið vanhöld á því í gegnum tíðina, það er ekki ógildingarástæða,“ segir hann. Friðrik segir hins vegar óumdeilt að framkvæmd stjórnarkjörsins hafi verið gölluð og að það verði að leiðrétta. „Að mínu mati blasir við að það verður aðeins gert á nýjum aðalfundi eða hlutahafafundi og þá verði kjörin lögmæt stjórn í félaginu,“ segir hann og vísar í ákvæði laga sem segir að stjórnarmenn í opinberum hlutafélögum skuli allir kjörnir á sama fundi. Kristján á hinn bóginn segir að aðeins þurfi að velja einn nýjan stjórnarmann. „Það fór ekkert úrskeiðis öðruvísi en þannig að einn stjórnarmaður tók ekki kjöri,“ segir hann. Ekki þurfi nýjan aðalfund og skipa þar alla stjórnina. „Það er ekki skoðun okkar.“ Að sögn Kristjáns er unnið að lausn málsins í samræmi við lög. „En þarna er bara einn eigandi,“ bendir ráðuneytisstjórinn á.Brynhildur Davíðsdóttir prófessor„Nú er það þannig að hlutafélagalögin eins og önnur lög eru sett til að fara eftir þeim. Samþykktir félaga eru settar til að fara eftir þeim. Ég á von á því að hluthafinn fari að lögum, geri rétta hlutinn og haldi bara annan fund,“ segir Friðrik Friðriksson. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, segist leggja áherslu á fagleg vinnubrögð. „Það er mikilvægt að öllum formsatriðum í þeirri löggjöf sem um okkur gildir verði fylgt og það er enginn ágreiningur um það,“ segir forstjórinn sem kveðst eiga von á því að boðað verði til nýs hluthafafundar. Boða þarf slíkan fund með sjö daga fyrirvara. Ekki náðist í Brynhildi Davíðsdóttur í gær. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent