Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Fjöldi uppgjöra skráðra félaga birtast á næstu dögum. vísir/gva Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Fimm félög kynntu uppgjör þriðja ársfjórðungs í gær. Fjórðungurinn var betri hjá Nýherja en sami ársfjórðungur í fyrra, hagnaður, tekjur og EBITDA hækkuðu. Tekjuvöxtur var 14 prósent sem var meiri en fyrripart árs. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið á áætlun. Horfur í rekstri séu ágætar. Jákvæðar fregnir eru einnig af Marel þar sem helstu vísar eru jákvæðir á fjórðungnum. Í tilkynningu segist Árni Oddur Þórðarson forstjóri ánægður með niðurstöðuna. Nálægt 15 prósenta rekstrarhagnaður er fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Langtímahorfur Marel séu góðar en til skemmri tíma litið hafi óvissa í heimsbúskapnum aukist.Hagnaður, tekjur og EBITDA Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, drógust saman á fjórðungnum samanborið við sama tímabil árið áður. Fram kemur í tilkynningu frá Fjarskiptum að þriðji fjórðungurinn hafi orðið fyrir áhrifum af flutningum félagsins, samkeppni og verðlækkunum á farsímamarkaði á fyrri hluta ársins. Einskiptiskostnaður vegna húsnæðismála nam 50 milljónum króna. EBITDA horfur eru lækkaðar vegna skoðunar félagsins á mögulegum kaupum á ljósvaka- og fjarskiptahluta 365 og er áætlað að þær verði í kringum 3,1 milljarður fyrir árið. Hagnaður Össurar dróst saman á milli ára. Hagnaður nam 13 milljónum dollara, jafnvirði 1.480 milljóna króna, samanborið við 14 milljónir dollara, jafnvirði 1.590 milljóna króna, árið áður. Tekjur námu 129 milljónum dollara, 14,7 milljörðum króna, á tímabilinu samanborið við 117 milljón dollara, 13,3 milljarða króna, á sama tímabili árið 2015. Í tilkynningu segir Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri að tekjuvöxtur hafi verið góður á fjórðungnum. Vegna kaupa á Medi Prosthetics er spáð enn meiri tekjuvexti á árinu, eða 8-10 prósentum, í stað 7-9 prósenta. VÍS, eins og önnur tryggingafélög, hefur átt erfitt uppdráttar á árinu. Hagnaður á fjórðungnum sem og aðrir vísar eru neikvæðir miðað við sama tímabil árið áður. Samkvæmt afkomu fyrstu níu mánaða ársins nemur hagnaður af rekstri 592 milljónum króna, sem er 30 prósent af hagnaðinum á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir Jakob Sigurðsson forstjóri að jákvætt sé að sjá hve mikið iðgjöld hafi aukist það sem af er ári, eftir nokkurra ára stöðnun, eða um 11,2 prósent frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að áfram verði ágætur vöxtur í innlendum iðgjöldum á árinu en ólíklegt er að samsett hlutfall verði í árslok lægra en það var fyrir árið 2015. Uppgjör hinna tryggingafélaganna auk Símans og Landsbankans verða kynnt í dag. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira