Lífið

Ali G fór á kostum á Óskarnum: „Af hverju er gengið alveg framhjá skósveinunum?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ali G var flottur í nótt.
Ali G var flottur í nótt. vísir/getty
Sacha Baron Cohen mætti sem Ali G á Óskarsverðlaunahátíðina sem afhent voru í Los Angeles í nótt. Hann gerði töluvert grín af allri umræðu um kynþáttafordóma hjá akademíunni þegar hann afhenti verðlaun með leikkonunni Olivia Wilde.

Hann talaði um sjálfan sig sem einn af þeim heppnu þeldökku sem fengu að afhenda verðlaun. Svo var hann ekki beint sáttur með af hverju skósveinarnir frægu væru alveg sniðgengnir í tilnefningunum.

„Ég stend hér til að standa með þeim sem hafa verið sniðgengnir, Will Smith Idris Elbow [Olnbogi] og þessum frábæra og svarta í Star Wars, svarthöfða,“ sagði Ali G í gærkvöldi en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×