Sjá einnig: WOW air flýgur til Los Angeles og San Fransisco
„Þegar við tilkynntum fyrirhugað flug okkar til San Fransisco þá kom einn af okkar flugmönnum að máli við mig og stakk upp á þessu nafni sem mér fannst strax frábær hugmynd og þá var ekki aftur snúið enda smellpassar það inn í hugmynd okkar um að búa til nútíma fjölskyldu með flugvélanöfnum okkar“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá fyrirtækinu en ítarlega er rætt við hann á vef Gay Iceland.

Sjá einnig: WOW air skilar 1,5 milljarða hagnaði
„WOW air er flugfélag fólksins og eitt helsta markmið félagsins er að gera öllum kleift að ferðast og þar með fá tækifæri til að sjá og kynnast öðrum menningarheimum. Við styðjum baráttu hinsegin fólks heilshugar svo og baráttu jafnréttis af öllum toga,“ segir Skúli.
Tvær nýjar Airbus A321 vélar eru síðan væntanlegar á árinu og hafa þær ekki enn fengið nafn. Næsta vor mun flugfloti félagsins telja ellefu vélar og er meðalaldur þeirra 2,5 ár.
Sjá einnig: Tók aldrei mark á svartsýnisröddum
Með þessari viðbót mun WOW air auka sætaframboð sitt um 127 prósent á árinu í 1,9 milljón sæta en á síðasta ári var sætaframboð félagsins 837 þúsund sæti. Allar ellefu flugvélarnar verða skráðar á flugrekstrarleyfi WOW air en til samanburðar þá voru tvær flugvélar skráðar á leyfi WOW air síðasta sumar.