Sex ára drengur steig í holu í Hveragerði og brenndist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 11:09 Drengurinn steig í holu með heitu vatni og hlaut annars stigs bruna. vísir/vilhelm Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira