Innlent

Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Markús Sigurbjörnsson sést hér lengst til vinstri. Myndin er tekin við þingsetningu fyrr í dag.
Markús Sigurbjörnsson sést hér lengst til vinstri. Myndin er tekin við þingsetningu fyrr í dag. Vísir/Ernir
Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, hefur staðfest að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi tilkynnt um viðskipti sín með hlutabréf í Glitni. Ein slík tilkynning fannst við leit í gærkvöldi.

Tilkynningar um viðskipti Markúsar fundust upphaflega ekki hjá nefnd um dómarastörf, sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Hjördís staðfestir í bréfi til RÚV að Markús hafi tilkynnt öll umrædd hlutabréfaviðskipti. Bréf um það séu til hjá nefndinni og að eitt þeirra hafi fundist í gærkvöldi.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.

Sjá einnig: Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan

Í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í dag segir Markús að honum hafi ekki borið að tilkynna um fjárfestingar í gegnum eignastýringu Glitnis, sem hann fjárfesti í eftir að hann seldi bréf sín í Glitni. Hann sagðist jafnframt alltaf hafa gætt að hæfi sínu í sérhverju máli sem hann dæmdi í, þar á meðal í málum sem varðað hafa Glitni eða fyrrverandi starfsmenn bankans.

Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að erfitt væri að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni.


Tengdar fréttir

Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan

Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×