Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um óhlutdrægni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2016 20:00 Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir það vera grundvallarreglu að dómari við Hæstarétt eigi ekki að sitja í dómi ef minnsti vafi sé á að hann líti óhlutdrægt á málavexti. Fjallað hefur verið um hlutabréfaviðskipti dómara við Hæstarétt Íslands í dag og í gær en formaður Dómarafélagsins segir að ef ítrustu varkárni hefði verið gætt væri vafalaust hægt að halda því fram að dómarar hefðu getað vikið sæti í tilteknum málum. Í fréttum okkar í gær var sagt frá því að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum í Glitni á árunum fyrir hrun. Í Fréttablaðinu í dag var greint frá fjórum öðrum hæstaréttardómurum sem áttu hlut í Glitni. Markús hafði þó selt alla hluti sína í bankanum árið 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Hann tók söluhagnaðinn og fé til viðbótar og setti í eignastýringu hjá Glitni, um 60 milljónir. Í yfirlýsingu sem Markús sendi frá sér í dag kemur fram að hann hafi leitað leyfis nefndar um dómarastörf eftir að hann eignaðist bréfin fyrst. Eftir það hafi hann tvisvar tilkynnt nefndinni um sölu bréfa sinna í Glitni. Markús tilkynnti hins vegar ekki um það þegar hann fór með 60 milljónir í eignastýringu. Í yfirlýsingunni segir að fénu hafi verið ráðstafað til kaupa á hlutdeildarskírteini í verðbréfasjóðum sem honum hafi ekki borið að tilkynna. Þrátt fyrir að hafa tapað fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi hafa dómararnir ekki vikið sæti vegna vanhæfis, í málum þar sem bankinn er aðili.En bar þeim að gera það ?„Vanhæfi dómara er svona já, flókin lagaleg spurning í sumum tilvikum. Við þurfum að spurja okkur hvort að þarna í þessum málum hafi verið einhver atvik sem hafi rýrt eða gert það ótrúverðugt að viðkomandi dómari væri óhlutdrægur. Vafalaust má halda því fram að í einhverjum af þessum málum hefðu dómararnir geta vikið sæti ef ítrustu varkárni hafi verið gætt,“ segir Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands. „Dómari á ekki að sitja í máli ef það er minnsti vafi um það að hann fái litið óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ segir Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður. Markús Sigurbjörnsson dæmdi í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan hann var hluthafi í bankanum. Í öllum málunum var dæmt Glitni í vil. „Alla jafna myndi dómari ekki dæma í máli vegna fyrirtækis sem hann á hlut í. Hins vegar ef sá hlutur er óverulegur og útkoma málsins skiptir mjög litlu máli fyrir fyrirtækið þá hefur það vafalaust verið látið átölulaust,“ segir Skúli. Ragnar segir að hér komi til skoðunar svokölluð sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa,“ segir Ragnar og bætir við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ segir Ragnar. Í gær kom fram að Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan til að dæma í umræddum málum.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent