Ekki verður hægt að standa við Samgönguáætlun með nýju fjárlagafrumvarpi. Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2016 19:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í dag vísir/gva Rekstur ríkisins verður rekinn hallalaus samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í dag. Barna- og vaxtabætur koma til með að lækka en bensín og áfengi kemur til með að hækka. Landspítalinn fær aðeins fjóra milljarða af þeim tólf sem spítalinn óskaði eftir til þess að halda úti eðlilegri spítalaþjónustu. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Sama dag og þingið er sett. Það er áríðandi að fjárlagafrumvarpið sé afreitt fyrir áramót svo að ríkið geti staðið undir skuldbindingum sínum. Útgjöld ríkisins á næsta ári verða 743,4 milljarðar á næsta ári á móti tekjum upp á 772 milljarða. Þannig er því gert ráð fyrir tæplega 30 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherra sagði frumvarpið byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum síðastliðin þrjú ár. „Við stöndum á góðum stað. Við erum að sjá skuldið lækka. Tekjustofnar ríkisins standa mjög sterkir. Við erum að sjá allar helstu lykil tölur þróast í rétta átt og við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað. Það er að segja hagvöxtur í áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í dag. Bensín, tóbak og áfengi kemur til með að hækka á næsta ári og barna- og vaxtabætur koma til með að lækka. Fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar kemur til með að hækka um rúmlega 113 milljónir og framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður einnig hækkað en hækkunin þar nemur um hálfum milljarði. Í forgangsröðun við gerð þessa frumvarps var reynt að skapa svigrúm til þess að við auka við útgjöld í innviðina og rekstu þeirra stofnanna sem hafa þurft að fara í gegnum erfiða tíma á undanförnum árum. „Mesta breytingin er í almannatryggingum. Þar kemur verulega mikil innspýting en á heilbrigðissviðinu heilt yfir og í menntamálum er sömuleiðis aukning til rekstrar,“ sagði Bjarni. Í frumvarpinu er lögð áhersla á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Landspítalinn hefur sagt að þörf spítalans séu 12 milljarðar til viðbótarreksturs. Lögreglan hefur sagt að það þurfi sextán milljarða þurfi til þess að halda úti eðlilegri löggæslu en heildar framlög ríkisins til löggæslu næsta árið eru 13,7 milljarðar. „Löggæslumálin fá aukið fjármagn. Við vitum að það er mjög mikið álag á lögreglunni í landinu,“ sagði Bjarni. Í samgönguáætlun sem samþykkt var á nýloknu þingi var gert ráð fyrir að rúmum 43 milljörðum yrði varið til framkvæmda í samgöngumálum. Miðað við nýtt fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir tæpum 28 milljörðum verði varið til samgöngumála er ljóst að ekki verður ekki hægt að standa við samgönguáætlunina. „Sú samgönguáætlun sem afgreidd var á haustdögum rétt fyrir kosningar, hún var nú kannski full bólgin af kosningaloforðum og það var ekki innistæða fyrir því og menn afgreiddu það án þess að sýna fram á það hvernig átti að fjármagna það og kannski verður það eitt af helstu verkefnum þessa þings að spyrja sig; Er svigrúm fyrir eitthvað af þessu? Hvernig ætlum við að fjármagna það?,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í opinberum fjármálum sé vaxtabyrði ríkissjóðs enn mjög mikil og töluvert miklar skuldir en að niðurskurðarhnífnum verði ekki beitt á næsta ári. „En við erum með aðhaldskröfu á tilteknum sviðum. Við hlífum svona viðkvæmustu sviðunum. Aðal krafan er bara forgangsröðun en síðan komum við með aukið fjármagn í alla málaflokka. Þannig að það er ekki hægt að tala um að þetta sé niðurskurðar frumvarp,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31 Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Barnabætur hækka Framlög vegna fæðingarorlofs hækka einnig 6. desember 2016 16:41 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59 Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22 Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rekstur ríkisins verður rekinn hallalaus samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt var í dag. Barna- og vaxtabætur koma til með að lækka en bensín og áfengi kemur til með að hækka. Landspítalinn fær aðeins fjóra milljarða af þeim tólf sem spítalinn óskaði eftir til þess að halda úti eðlilegri spítalaþjónustu. Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Sama dag og þingið er sett. Það er áríðandi að fjárlagafrumvarpið sé afreitt fyrir áramót svo að ríkið geti staðið undir skuldbindingum sínum. Útgjöld ríkisins á næsta ári verða 743,4 milljarðar á næsta ári á móti tekjum upp á 772 milljarða. Þannig er því gert ráð fyrir tæplega 30 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjármálaráðherra sagði frumvarpið byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með hallalausum fjárlögum síðastliðin þrjú ár. „Við stöndum á góðum stað. Við erum að sjá skuldið lækka. Tekjustofnar ríkisins standa mjög sterkir. Við erum að sjá allar helstu lykil tölur þróast í rétta átt og við erum einhvers staðar við toppinn á hagsveiflu sem er lengsta hagsveifla sem að við höfum upplifað. Það er að segja hagvöxtur í áratug,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra í dag. Bensín, tóbak og áfengi kemur til með að hækka á næsta ári og barna- og vaxtabætur koma til með að lækka. Fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar kemur til með að hækka um rúmlega 113 milljónir og framlag til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða verður einnig hækkað en hækkunin þar nemur um hálfum milljarði. Í forgangsröðun við gerð þessa frumvarps var reynt að skapa svigrúm til þess að við auka við útgjöld í innviðina og rekstu þeirra stofnanna sem hafa þurft að fara í gegnum erfiða tíma á undanförnum árum. „Mesta breytingin er í almannatryggingum. Þar kemur verulega mikil innspýting en á heilbrigðissviðinu heilt yfir og í menntamálum er sömuleiðis aukning til rekstrar,“ sagði Bjarni. Í frumvarpinu er lögð áhersla á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. Landspítalinn hefur sagt að þörf spítalans séu 12 milljarðar til viðbótarreksturs. Lögreglan hefur sagt að það þurfi sextán milljarða þurfi til þess að halda úti eðlilegri löggæslu en heildar framlög ríkisins til löggæslu næsta árið eru 13,7 milljarðar. „Löggæslumálin fá aukið fjármagn. Við vitum að það er mjög mikið álag á lögreglunni í landinu,“ sagði Bjarni. Í samgönguáætlun sem samþykkt var á nýloknu þingi var gert ráð fyrir að rúmum 43 milljörðum yrði varið til framkvæmda í samgöngumálum. Miðað við nýtt fjárlagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir tæpum 28 milljörðum verði varið til samgöngumála er ljóst að ekki verður ekki hægt að standa við samgönguáætlunina. „Sú samgönguáætlun sem afgreidd var á haustdögum rétt fyrir kosningar, hún var nú kannski full bólgin af kosningaloforðum og það var ekki innistæða fyrir því og menn afgreiddu það án þess að sýna fram á það hvernig átti að fjármagna það og kannski verður það eitt af helstu verkefnum þessa þings að spyrja sig; Er svigrúm fyrir eitthvað af þessu? Hvernig ætlum við að fjármagna það?,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að þrátt fyrir jákvæðar horfur í opinberum fjármálum sé vaxtabyrði ríkissjóðs enn mjög mikil og töluvert miklar skuldir en að niðurskurðarhnífnum verði ekki beitt á næsta ári. „En við erum með aðhaldskröfu á tilteknum sviðum. Við hlífum svona viðkvæmustu sviðunum. Aðal krafan er bara forgangsröðun en síðan komum við með aukið fjármagn í alla málaflokka. Þannig að það er ekki hægt að tala um að þetta sé niðurskurðar frumvarp,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00 Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31 Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13 500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46 Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16 Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Barnabætur hækka Framlög vegna fæðingarorlofs hækka einnig 6. desember 2016 16:41 Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15 Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59 Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22 Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rúmlega einn milljarður í nýja Vestmannaeyjaferju 1,1 milljarður verður settur í byggingu nýrrar Vestmannaeyjaferju samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 sem lagt var fram í ár. 6. desember 2016 16:00
Framlög til Sinfó og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir Fjárframlög til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Þjóðleikhússins aukast um 100 milljónir samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. 6. desember 2016 16:31
Útvarpsgjald hækkar Útvarpsgjald hækkar um fjögur hundruð krónur samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2017. 6. desember 2016 18:13
500 milljónir í nýjar skrifstofur fyrir þingmenn Tilkynnt verður um sigurvegara í hönnunarsamkeppninni fyrir áramót. 6. desember 2016 16:46
Gistináttagjald þrefaldast Gistináttagjald er gjald sem lagt er á hverja selda gistinótt. 6. desember 2016 16:16
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50
Áfengi, bensín og tóbak hækka í verði Alls er áætlað að tekjur af áfengisgjaldi muni nema 17,7 milljörðum króna. 6. desember 2016 16:15
Landspítalinn fær fjóra milljarða á fjárlögum en þarf tólf Landspítalinn fær tæpa 59,3 milljarða í fjárframlög samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs en það er um fjórum milljörðum meira en spítalinn fær samkvæmt fjárlögum ársins 2016. 6. desember 2016 16:59
Framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hækka um hálfan milljarð Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að setja aukið fé í uppbyggingu innviða í ferðaþjónustu með tilheyrandi fjölgun ferðamanna sem koma hingað til lands. 6. desember 2016 16:22
Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Í frumvarpinu er boðað að sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðis-, mennta- og löggæslumál. 6. desember 2016 16:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent