Meiri líkur en minni á rauðum jólum Birgir Olgeirsson skrifar 6. desember 2016 11:19 Það stefnir í rauð jól í ár. Vísir/GVA „Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri. Veður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
„Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur,“ segir Árni Sigurðsson hjá Veðurstofu Íslands um veðrið sem er fram undan nú í desember. Langtímaspáin nær fram yfir næstu helgi og þar er ekkert að sjá nema suðlægar áttir og hlýindi. Það sem af er desember mánuði er meðalhitinn í Reykjavík 7,42 gráður, sem er 6,41 gráðu hlýrra en á árunum 1961 til 1990. Svipaða sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5,03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Miðað við þetta allt saman er eðlilegt að spyrja hvort veðurfræðingar sjái fram á rauð jól hér á landi í ár. „Ég veit ekki hvort maður þori að slá því föstu, en eins og staðan er núna eru meiri líkur en minni á því að það verði rauð jól,“ segir Árni. Næstu daga verður áframhaldandi vætutíð sunnan og vestanlands, en það mun hins vegar stytta upp annað kvöld. Norðan- og austanlands hefur kólnað heldur en það var heiðskírt í nótt og verður áfram í dag. Ekki er að sjá markverðar breytingar á veðri næstu daga, þó heldur kólni fram að helgi með skammvinnri norðanátt á föstudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og með norðurströndinni og rigning eða slydda, en yfirleitt fremur hæg suðlæg eða breytileg átt annars staðar. Rigning eða skúrir suðvestantil en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig, mildast með suðurströndinni.Á föstudag:Gengur í norðaustan 10-15 m/s með rigningu, en úrkomulítið vestanlands. Sums staðar vægt frost fram eftir degi norðanlands, en annars hiti 1 til 6 stig, mildast með suðurströndinniÁ laugardag:Norðaustan 8-15 með rigningu, hvassast á Vestfjörðum, en hægari og úrkomulítið suðvestantil. Hiti breytist lítið.Á sunnudag:Líklega suðaustanátt með rigningu.Á mánudag:Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu og áfram mildu veðri.
Veður Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira