Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Andri Ólafsson skrifar 6. desember 2016 07:00 Ljósrit af ökuskírteini Markúsar úr gögnum frá slitastjórn Glitnis Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar, þau Eiríkur Tómasson, Ingveldur Einarsdóttir, Árni Kolbeinsson (sem hefur látið af störfum) og Markús Sigurbjörnsson samanlagt 487 þúsund hluti í Glitni. Hæsta virði þessara hluta var í júlí 2007 um 15 milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Hlutabréf dómaranna í Glitni urðu öll verðlaus þegar bankinn féll í hruninu 2008 og fjárhagslegt tjón þeirra því töluvert. Tjón Markúsar Sigurbjörnssonar af hruni Glitnis var þó minna en annarra dómara. Hann hafði selt alla hluti sína í bankanum í janúar og febrúar 2007 fyrir um 44,6 milljónir króna. Viðskiptum Markúsar við Glitni lauk þó ekki þar. Markús tók söluhagnaðinn og nokkurt fé til viðbótar og fór með í eignastýringu hjá Glitni, alls um 60 milljónir króna.Eignir dómaranna í Glitni frá 2007 til 2008.Tók út margar milljónir rétt fyrir hrun Samkvæmt eignastýringarsamningi sem Markús gerði við Glitni skyldu 50 prósent eigna Markúsar fara í skuldabréf, 25 prósent í innlend hlutabréf og 25 prósent í erlend hlutabréf. Markús var ekki eini hæstaréttardómarinn í eignastýringu hjá Glitni. Ingveldur Einarsdóttir átti hlut í peningamarkaðssjóðum Glitnis fram á síðasta dag. Um 6,3 milljónir samtals. Bæði töpuðu þau Markús og Ingveldur á gengislækkunum peningamarkaðssjóða síðustu vikurnar fyrir hrun. Gögnin sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að tap Markúsar á peningamarkaðssjóðum á borð við Sjóð 9 og Sjóð 10 hefði orðið enn meira ef Markús hefði ekki tekið margar milljónir út af reikningum sínum í Glitni örfáum dögum fyrir hrun. Hann tók út fjórar milljónir þann 25. september, fjórum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur og aðrar ellefu milljónir 1. október 2008.Birkir Kristinsson hlaut fjögurra ára dóm í BK-málinu svokallaða.vísirPössuðu peninga Markúsar Þrátt fyrir þessa miklu fjárhagslegu hagsmuni hafa allir þessir dómarar setið og dæmt í málum sem varða annaðhvort hagsmuni Glitnis beint, eða óbeint. Bæði fyrir og eftir hrun. Sem dæmi um það má nefna að Markús Sigurbjörnsson og Árni Kolbeinsson dæmdu í þremur málum sem vörðuðu Glitni á árinu 2006 á meðan þeir voru báðir hluthafar í bankanum og áttu þar af leiðandi hagsmuna að gæta. Í öllum þremur málunum var Glitnir krafinn um háar upphæðir í skaðabætur en í öllum þremur tilvikum var dæmt Glitni í vil. Eftir hrun hafa svo komið á borð dómaranna allmörg mál ákæruvaldsins gegn ýmsum starfsmönnum bankanna. Þrátt fyrir að hafa tapað umtalsverðum fjármunum á hlutabréfaeignum sínum í Glitni og tapað svo fé á fjárfestingum í íslensku fjármálakerfi í gegnum peningamarkaðssjóði Glitnis hafa dómarar ekki sagt sig frá þeim málum vegna vanhæfis. Athygli vekur að forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, taldi sig ekki þurfa að lýsa yfir vanhæfi í BK44 málinu svokallaða. Markús dæmdi þar Jóhannes Baldursson og Birki Kristinsson í þriggja og fjögurra ára fangelsi. Báðir voru þeir starfsmenn deildarinnar sem hélt utan um tugmilljóna króna eignir Markúsar hjá Glitni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35 Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ólafur Börkur Þorvaldsson einn af sex dómurum sem tilkynnti ekki um hlutabréfaviðskipti Ólafur Börkur Þorvaldsson tilkynnti nefnd um aukastörf dómara ekki um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun. 5. desember 2016 20:35
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04