The Daily Mail & General Trust PLC, móðurfélag breska blaðsins The Daily Mail íhugar að kaupa grunnrekstur Yahoo samkvæmt heimildum The Wall Street Journal.
Forsvarsmenn Yahoo tilkynntu fyrir nokkrum vikum að öll tilboð í grunnrekstur félagsins þyrftu að berast fyrir 18. apríl næstkomandi.
Samkvæmt heimildum er Daily Mail ekki eina fyrirtækið sem hefur áhuga. Lengi hefur verið í deiglunni að Verizon bjóði í Yahoo í vikunni. Samkvæmt heimildum Bloomberg eru forsvarsmenn Google einnig að íhuga tilboð.
Yahoo hefur átt mjög erfitt uppdráttar undanfarin árin. Framkvæmdastjóri þess, Marissu Mayer, hefur ekki tekist að koma af stað viðsnúningi í rekstri þess.
Daily Mail íhugar að kaupa Yahoo

Tengdar fréttir

Yahoo segir upp fimmtán prósentum starfsfólks
Skrifstofum lokað og stefnt að því að lækka kostnað verulega á þessu ári.

Mikil óvissa ríkir um framtíðina hjá Yahoo
Gamli netrisinn Yahoo hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og er nú verið að skoða það að selja grunnrekstur fyrirtækisins.

Styttist í sölu grunnreksturs Yahoo og asískra eigna
Ef forstjóra Yahoo verður sagt upp störfum fær hún 37 milljónir dollara, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna, í starfslokasamning.