Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Þórdís Valsdóttir skrifar 11. apríl 2016 07:00 Deilt var um heimild eigenda þriggja íbúða í Skuggahverfi til að leigja þær út í atvinnuskyni til ferðamanna. Fréttablaðið/GVA Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi fyrir því að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. Óvíst er hvaða áhrif dómurinn hefur á allan þann fjölda íbúða sem leigðar eru út til ferðamanna. Í dóminum hafði húsfélag nokkurra húsa í Skuggahverfinu stefnt hjónum sem leigja út þrjár íbúðir í húsunum í atvinnuskyni til ferðamanna. Niðurstaða dómsins var sú að hagnýting þeirra á íbúðunum hefði haft svo verulegt ónæði, óþægindi og röskun í för með sér fyrir aðra eigendur í húsinu að sú hagnýting skyldi háð samþykki allra eigenda þess. Fjöldi eigna í umræddu húsunum er um 95.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður.Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður hjá JA lögmönnum, segir að í málum sem þessum vegist á tveir pólar, annars vegar réttur eiganda til að nýta eign sína og svo annarra eigenda í húsinu til að vera í friði. Hjónin höfðu stofnað félag um reksturinn og fram kom í dóminum að álagning fasteignagjalda hefði miðast við að um atvinnuhúsnæði væri að ræða. Dómurinn taldi einnig að hjónin nýttu íbúðirnar ekki lengur sem íbúðarhúsnæði, heldur atvinnuhúsnæði, og að það fæli í sér breytingu á hagnýtingu eignarinnar í skilningi fjöleignarhúsalaga. Auður telur að draga megi þá ályktun af dóminum að umfangið geti skipt máli. „Hér er ekki bara um eina íbúð að ræða heldur þrjár og auk þess hafa þau stofnað félag um reksturinn og borgað fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða,“ segir Auður og bætir við að í málum sem þessum sé nauðsynlegt að meta hvert tilvik fyrir sig. Aðspurð hvort dómurinn gæti haft áhrif á annars konar atvinnurekstur í fjölbýlishúsum, til dæmis dagvistun barna, segir Auður að sú starfsemi sé einnig leyfisskyld og sé óumdeilanlega atvinnustarfsemi. „Þar er ekki talið að þörf sé á samþykki allra eigenda þó það feli í sér meiri umgang og starfseminni fylgi mögulega ónæði. Þá er það samt ekki nógu mikið til að það útheimti samþykki allra,“ segir Auður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira