Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Una Sighvatsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 19:00 Um tíma leit út fyrir að Hillary Clinton væri að sigla rólega en örugglega fram úr Donald Trump en undanfarna daga hefur kvarnast úr fylgi hennar og í gær birtu ABC fréttastofan og Washington Post könnun sem sýna þau Trump og Clinton hnífjöfn. Meðaltal úr könnunum til lengri tíma er þó það sem gildir og því er of snemmt að segja hvort tilkynning alríkislögreglunnar á föstudaginn var, um að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði opnuð að nýju, ráði úrslitum, en hún hefur fært vopn í hendur andstæðingsins.Fleiri telja Trump nú trúverðugan Á kosningafundi í Wisconsin í gær hvatti Trump þá sem þegar hafa kosið Clinton utan kjörfundar til að ógilda atkvæði sitt og kjósa aftur, í ljósi nýrra upplýsinga. Ein helsta áskorun Clinton hefur frá upphafi verið að vinna traust hins almenna kjósenda en nýjustu vendingar virðast grafa undan því sem hafði áunnist. Í september sögðust jafnmargir telja Trump og Hillary trúverðug, en samkvæmt nýjustu könnunum bera fleiri traust til Trump, en þeir eru líka fleiri en áður sem segjast treysta hvorugu þeirra.Clinton ræðst að Trump Barack Obama kom Clinton til varnar á framboðsfundi í Ohio í gær og sagði að auðvitað hafi hún gert mistök. Það hafi hann líka gert, enga komist enginn sem sé 30 ár í eldlínu fjölmiðla hjá því að gera stundum mistök. Sjálf kom Clinton fram í fundi í Flórída og réðst af meiri hörku að andstæðingi sínum og stuðningsmönnum hans einnig. Sagðist hún hafa fengið upp í kok af þeirri neikvæðu, myrku og hættulegu sýn og reiði sem stuðningsmenn Donalds Trump hefðu og hvatti fólk til að hætta að horfa til fortíðar og líta frekar björtum augum á framtíðina. Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Um tíma leit út fyrir að Hillary Clinton væri að sigla rólega en örugglega fram úr Donald Trump en undanfarna daga hefur kvarnast úr fylgi hennar og í gær birtu ABC fréttastofan og Washington Post könnun sem sýna þau Trump og Clinton hnífjöfn. Meðaltal úr könnunum til lengri tíma er þó það sem gildir og því er of snemmt að segja hvort tilkynning alríkislögreglunnar á föstudaginn var, um að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði opnuð að nýju, ráði úrslitum, en hún hefur fært vopn í hendur andstæðingsins.Fleiri telja Trump nú trúverðugan Á kosningafundi í Wisconsin í gær hvatti Trump þá sem þegar hafa kosið Clinton utan kjörfundar til að ógilda atkvæði sitt og kjósa aftur, í ljósi nýrra upplýsinga. Ein helsta áskorun Clinton hefur frá upphafi verið að vinna traust hins almenna kjósenda en nýjustu vendingar virðast grafa undan því sem hafði áunnist. Í september sögðust jafnmargir telja Trump og Hillary trúverðug, en samkvæmt nýjustu könnunum bera fleiri traust til Trump, en þeir eru líka fleiri en áður sem segjast treysta hvorugu þeirra.Clinton ræðst að Trump Barack Obama kom Clinton til varnar á framboðsfundi í Ohio í gær og sagði að auðvitað hafi hún gert mistök. Það hafi hann líka gert, enga komist enginn sem sé 30 ár í eldlínu fjölmiðla hjá því að gera stundum mistök. Sjálf kom Clinton fram í fundi í Flórída og réðst af meiri hörku að andstæðingi sínum og stuðningsmönnum hans einnig. Sagðist hún hafa fengið upp í kok af þeirri neikvæðu, myrku og hættulegu sýn og reiði sem stuðningsmenn Donalds Trump hefðu og hvatti fólk til að hætta að horfa til fortíðar og líta frekar björtum augum á framtíðina.
Donald Trump Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira