Veðrið á Airwaves: Vætusamt og kalt en að mestu laust við hvassviðri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 14:45 Biðraðir eru óhjákvæmilegur fylgifiskur Airwaves. Vísir/Andri Marinó Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land. Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Svo virðist sem að þeir fjölmörgu gestir sem munu bregða sér á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves munu detta í lukkupottinn því spáð er ágætis veðri fyrir þá daga sem hátíðin stendur yfir. Hátíðin hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir að versta veðrið verði í kvöld en það fari svo batnandi eftir því sem líður á hátíðina. Í kvöld er gert ráð fyrir úrkomu og allt að þrettán metrum úr sekúndu úr suðaustanátt. Á morgun snýst þó til hægrar suðvestanáttar og gert er ráð fyrir minni úrkomu. Föstudagur og laugardagur verða þó bestu dagarnir veðurlega séð, þó kólna taki á föstudagskvöldið. Hægur vindur verður en þeir sem þekkja til Airwaves hátíðinnar þekkja hversu mikilvægt það er að ekki sé hvasst í miðborginni á meðan verið er að hoppa á milli staða til að sjá hinar fjölmörgu hljómsveitir sem koma fram. Gert er ráð fyrir samskonar veðri á laugardeginum og á föstudeginum. Því er ljóst að aðstæður fyrir hátíðina verða varla betri sé miðað við að hátíðin sé haldin í nóvember á Íslandi. Þrátt fyrir að spáð sé 5-8 stiga hita á daginn má gera ráð fyrir því að kólna muni á kvöldin. 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir og von er á þúsundum gesta. Gera má ráð fyrir því að þeir muni setja sterkan svið á mannlífið á höfuðborgarsvæðinu næstu daga en allar helstu upplýsingar um Airwaves má nálgast hér.Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinuÍ dag og á morgunSuðaustan 5-13 og súld eða rigning, en hægari og úrkomulítið á morgun. Hiti 4 til 8 stig.Á föstudagÚrkomulítið sunnan- og vestantil. Hiti að 5 stigum suðvestanlands og með suðurströndinni.Á laugardagHæg breytileg átt, víða léttskýjað og frost um nær allt land.
Airwaves Veður Tengdar fréttir Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00 Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30 Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00 Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Nordic Playlist á Iceland Airwaves Nordic playlist kynnir þá listamenn sem að munu koma fram í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves. 31. október 2016 14:00
Hitaðu upp fyrir Iceland Airwaves og hlustaðu á þá listamenn sem koma fram Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram dagana 2. – 6. nóvember og munu 220 listamenn koma fram, þar af sjötíu erlendar hljómsveitir. 10. október 2016 15:30
Off-venue dagskrá Lífsins á Airwaves Airwaves-hátíðin er dottin í gang en hátíðinni fylgir viðamikil off-venue dagskrá þar sem allir helstu tónlistarmenn landsins spila fyrir alla sem vilja heyra og sjá. Lífið tók saman léttar leiðbeiningar um dagskrána. 1. nóvember 2016 12:00
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11