Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 72-68 | Snæfell batt enda á sigurgöngu Keflavíkinga Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/Eyþór Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum