Innlent

„Fari allt í upplausn á vinnumarkaðinum verði það á ábyrgð Alþingis“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðmundur Ragnarsson formaður VM
Guðmundur Ragnarsson formaður VM Vísir/
Stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna krefst þess að ákvörðun kjararáðs um „ofurlaunahækkanir“ til þingmanna, ráðherra og forseta verði dregin til baka. Verði það ekki gert muni það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Í tilkynningu frá félaginu segir að VM hafi tekið þátt í vinnu að nýrri framtíðarsýn um launastefnu og stöðugleika á vinnumarkaðinum „af fullum heilindum.“ Tilraunir til þess að koma þeirri vinnu af séu þó komnar að þolmörkum.

„Nái þessar hækkanir fram að ganga er lítið annað að gera en að undirbúa aðgerðir þegar samningum á almennum vinnumarkaði verður sagt upp í lok febrúar á næsta ári. Það er skoðun stjórnar VM að fari allt í upplausn og óstöðugleika á vinnumarkaðinum verði það á ábyrgð Alþingis,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×