Vill breiða skákina út til allra byggða Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 22:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30