Óvissa ríkir um afgreiðslu nítján virkjanakosta á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2016 19:51 Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort vísa ætti tillögu um átta nýja virkjanakosti og virkjun ellefu háhitasvæða til atvinnuveganefndar eða umhverfisnefndar. Þingmaður Pírata segir undarlegt að aldrei skuli hægt að komast að skynsamlegri niðurstöðu á Alþingi. Þingsályktunartillaga umhverfisráðherra um vernd og orkunýtingu landsvæða samkvæmt rammaáætlun gerir ráð fyrir átta virkjanakostum á vatnasviði. Það eru Skrokkalda og síðan þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem eru Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Hvammsvirkjun. Þá eru tveir virkjanakostir á Vestfjörðum, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Að auki er gert ráð fyrir stækkun virkjunar við Blöndu. Þá eru ellefu háhitavirkjanir fyrirhugaðar, þar af átta á Reykjanesskaga, flestar á Hengilsvæðinu og Krísuvíkurvæðinu og tveimur háhitavirkjunum á Norðausturlandi, í Bjarnarflagi og við Kröflu. Núverandi ríkisstjórn hefur farið þá leið að vísa tillögum um virkjanakosti til atvinnuveganefndar. Í atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu um tillögu umhverfisráðherra í dag var sá háttur hafður á í andstöðu við vilja stjórnarandstöðunnar. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra sagði eðlilegt að tillagan færi til umhverfis- og samgöngunefndar.„Ég held að það liggi algjörlega ljóst fyrir að þegar við erum að fjalla um vernd og orkunýtingu landsvæða og rammaáætlun sem heyrir undir umhverfisráðherra, er allt annað mjög óvenjulegt en að það fari til umfjöllunar í þeirri fagnefnd sem heyrir undir umhverfismálaflokkinn,“ sagði Svandís. Það væru vonbrigði að umhverfisráðherra gerði lítið úr umhverfisnefnd með því að vísa tillögunni til atvinnuveganefndar. Um þetta voru fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkana sammála. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir mikla vitneskju um þessi mál liggja fyrir í atvinnuveganefnd sem hafi fjallað um þessi mál í tvö ár. „Mér þykir mjög miður að í þessu máli öllu varðandi áætlun um vernd og nýtingu aulinda og landsvæða, skuli núna á síðustu stundu koma upp deilur um hvar tillagan skuli fá frekari afgreiðslu hér innan þingsins. Vegna þess að það hefur verið leitast við að hafa sátt í þessu máli alla tíð,“ sagði Sigrún.Málið gæti dagað uppiEn nú er stutt eftir af síðasta þingi þessarar stjórnar og því gæti stjórnarandstaðan komið í veg fyrir að málið nái fram að ganga. Skoraði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á umhverfisráðherra að breyta afstöðu sinni. „Það kann að vera hið besta í málinu fyrir báða vængi umræðunnar. En upphaf þessa máls og þau átök sem hér er stefnt í strax núna, drepa alla möguleika á því að málið fari í gegn,“ sagði Össur, sem eins og Svandís hefur áður gengt embætti umhverfisráðherra. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata sagði að enn og aftur þyrfti að gera athugasemdir við vinnubrögðin á Alþingi. „Það er svolítið skringilegt að það er aldrei hægt að komast að neinni skynsamlegri niðurstöðu hér á þessum vinnustað. Ég skil þetta ekki. Hér eru umhverfismálin enn og aftur sett í hnút. Algerlega að ástæðulausu,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira