„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 16:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45