„Hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. september 2016 16:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson visir/vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á hversu margir hafa æst sig yfir búvörusamningum. Hann líkir þeim við kjarasamninga en áður hefur formaður Félags atvinnurekenda sagt þann samanburð „galinn.“ Í færslu sem Sigmundur Davíð birti á Facebook síðu sinni í dag spyr hann „hvernig geta sumir æst sig svona yfir búvörusamningum?“ Hann segir að um neytendastyrki sé að ræða sem skili sér að miklu leyti aftur til ríkisins. „13 milljarðar á ári í neytendastyrki sem skila sér að miklu leyti aftur til ríkisins, lækka verð innlendrar matvöru, viðhalda undirstöðu byggðar og ferðaþjónustu um allt land, skapa þúsundir starfa, tryggja nýtingu auðlinda og framleiðslu heilnæmra og góðra matvæla og spara 40-50 milljarða af gjaldeyri á hverju ári,“ segir Sigmundur í Facebook færslu sinni. Sigmundur líkir búvörusamningum við kjarasamninga við aðrar stéttir. „Ekki skammast menn yfir kjarasamningum við aðrar stéttir og þó hafa bændur ekki fengið jafn miklar kjarabætur og aðrar stéttir. Það er helst það sem þarf að bæta.“Facebook færslu Sigmundar má lesa hér fyrir neðan.Galinn samanburðurÓlafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, sagði í Bítinu á Bylgjunni í júlí að galið væri að líkja búvörusamningum við kjarsamninga. Þar mættust hann og Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem sagði að hafa yrði í huga að um samninga milli bænda og ríkis væri að ræða. „Ríkið er náttúrulega fulltrúi almennings í þessum samningaviðræðum. Á fulltrúi bænda til dæmis að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starfsmenn?“ spurði Sindri og Ólafur benti þá á að samanburðurinn stæðist ekki. „Þetta eru ekki kjarasamningar. Bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur og margir hverjir með fólk í vinnu. Það njóta nú engar aðrar atvinnugreinar þeirra forréttinda að ríkið semji sérstaklega við þær um þeirra starfskjör. Þeir sem eru til dæmis í mínu félagi fara bara að lögum sem Alþingi setur. Alþingi þarf ekki frekar en það vill að semja við bændur um þeirra starfsumhverfi. Það getur einfaldlega bara sett lög um þau þannig að það að bera þetta saman við kjarasamninga og segja þá að bændur ættu að sitja við samningaborðið þegar verið er að semja við opinbera starsfmenn, það er algjörlega galið,“ sagði Ólafur. Ólafur og Sindri voru þó sammála um það að búvörusamningar skipti neytendur máli. „Samningarnir ættu að snúa að því að peningarnir sem neytendur leggja í landbúnaðinn ýmist beint með beinum ríkisstyrkjum eða óbeint í formi tollaverndar nýtist með sem skilvirkustum hætti og það er það sem er ekki að gerast,“ sagði Ólafur.Viðtalið við Ólaf Stephensen og Sindra Sigurgeirsson má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09 Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00 Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10 Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54 „Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Allt brjálað á Facebook vegna búvörusamnings Samkvæmt samfélagsmiðlinum skoraði Björt framtíð ófá stig með andstöðu sinni við samninginn. Stjórnarandstaðan á í vök að verjast. 14. september 2016 12:09
Búvörusamningar, umdeild skýrsla og ásakanir um fals og lygar Búvörusamningar að lögum með aðeins 19 atkvæðum en fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá eða sögðu nei. Birgitta sakar Ásmund um lygar í ræðustól Alþingis. 13. september 2016 20:00
Búvörusamningurinn samþykktur á þingi Aðeins þingmenn Bjartrar framtíðar og einn Sjálfstæðismaður, Sigríður Á. Andersen, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 13. september 2016 16:10
Skorað á Guðna að vísa búvörusamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu Undirskriftasöfnun á netinu fer af stað með látum. 14. september 2016 15:54
„Algjörlega galið“ að bera búvörusamninga saman við kjarasamninga Ólafur Stephensen formaður Félags atvinnurekenda segir að betra hefði farið á því að hafa samningaferli vegna búvörusamninga opnara og fá fleiri hagsmunaaðila að borðinu, þar á meðal samtök úr atvinnulífinu og hagsmunasamtök neytenda. 12. júlí 2016 10:45