Jonah Hill var ekki skemmt yfir þessum brandara Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2016 16:31 Jonah Hill í Le Grand Journal Franski grínistinn Ornella Fleury hefur beðið bandaríska leikarann Jonah Hill afsökunar á ósmekklegu gríni. Fleury var að spjalla við Hill og leikarann Miles Teller um nýjustu mynd þeirra War Dogs í sjónvarpsþættinum Le Grand Journal þegar hún sagðist eiga sér draum um að enda á hótelherbergi með Jonah Hill þar sem leikarinn myndi heilla hana upp úr skónum með kímnigáfu sinni. „Og svo allt í einu birtast félagar þínir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt og þú ferð,“ sagði Fleury og uppskar hlátur viðstaddra en Jonah Hill virtist ekki eins skemmt. „Ég er rosa glaður að hafa mætt í þennan þátt og vera hafður að athlægi af veðurfréttakonunni. Það er indælt.“ Kynningarherferð leikaranna í Frakklandi var í kjölfarið afboðuð eftir þessa uppákomu og fór svo að Fleury bað Jonah Hill afsökunar. „Vandamálið er að ég hef lifað með þér í gegnum kvikmyndir síðastliðin 10 ár. Það sem ég hugsaði ekki út í er að það á ekki við um þig. Raunin er sú að mér fannst ég þekkja þig svo vel út af kvikmyndum þínum að ég leit á þig sem vin, en við erum það ekki í raun og veru. Raunveruleikinn er sá að þú hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en ég er með tvö myndbönd á YouTube-aðganginum mínum. Þú hefur leikið í myndum eftir Martin Scorsese og Quentin Tarantino en mér mistókst með auglýsingu fyrir hreinlætisvörur frá Spontex,“ sagði Fleury í afsökunarbeiðni til Jonah Hill. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Franski grínistinn Ornella Fleury hefur beðið bandaríska leikarann Jonah Hill afsökunar á ósmekklegu gríni. Fleury var að spjalla við Hill og leikarann Miles Teller um nýjustu mynd þeirra War Dogs í sjónvarpsþættinum Le Grand Journal þegar hún sagðist eiga sér draum um að enda á hótelherbergi með Jonah Hill þar sem leikarinn myndi heilla hana upp úr skónum með kímnigáfu sinni. „Og svo allt í einu birtast félagar þínir Leonardo DiCaprio og Brad Pitt og þú ferð,“ sagði Fleury og uppskar hlátur viðstaddra en Jonah Hill virtist ekki eins skemmt. „Ég er rosa glaður að hafa mætt í þennan þátt og vera hafður að athlægi af veðurfréttakonunni. Það er indælt.“ Kynningarherferð leikaranna í Frakklandi var í kjölfarið afboðuð eftir þessa uppákomu og fór svo að Fleury bað Jonah Hill afsökunar. „Vandamálið er að ég hef lifað með þér í gegnum kvikmyndir síðastliðin 10 ár. Það sem ég hugsaði ekki út í er að það á ekki við um þig. Raunin er sú að mér fannst ég þekkja þig svo vel út af kvikmyndum þínum að ég leit á þig sem vin, en við erum það ekki í raun og veru. Raunveruleikinn er sá að þú hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en ég er með tvö myndbönd á YouTube-aðganginum mínum. Þú hefur leikið í myndum eftir Martin Scorsese og Quentin Tarantino en mér mistókst með auglýsingu fyrir hreinlætisvörur frá Spontex,“ sagði Fleury í afsökunarbeiðni til Jonah Hill.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira