Nýtt tímabil eftir fimmtugt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2016 10:00 Anna Margrét og Jón standa á bak við ráðstefnuna ásamt fleirum. Þau skiptu bæði um störf á miðjum aldri. „Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Fólk um fimmtugt á um það bil 30 ár eftir af ævinni, að meðaltali, og lengst af við góða heilsu. Í flestum tilfellum er því ekkert að vanbúnaði að nýta hæfileika sína og þekkingu og kanna ný mið.“ Þetta segir Jón Björnsson sálfræðingur, einn þeirra sem standa að ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur milli klukkan 13.30 og 16 í dag. Hún nefnist BALL í ráðhúsinu og snýst um þau tækifæri sem bætt heilsufar Vesturlandaþjóða og aukið langlífi hefur skapað. Þar er sem sagt ekki um ball að ræða í þeim skilningi sem við þekkjum best heldur er BALL skammstöfun á Be Active through Lifelong Learning eða „Verið virk og lærið svo lengi sem þið lifið“. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem staðið hefur í þrjú ár. Jón telur sóun að nýta ekki starfskrafta fólks á ofanverðum aldri. „Það þarf að auðvelda fólki að endurskoða líf sitt á sextugsaldri svo það geti spurt sig, eins og það gerði milli fermingar og tvítugs, hvað ætla ég að verða? Þá getur tekið við nýtt tímabil og ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum ferli.“ Sjálfur sagði Jón upp góðri stöðu hjá Reykjavíkurborg þegar hann var 53 ára, hefur síðan ferðast, fengist við bókaskrif, kennslu og fararstjórn og haft gaman af. „Ég hef ekki haft eins miklar tekjur en ágæti tímans hefur bætt það upp,“ segir hann. Anna Margrét Guðjónsdóttir verður fundarstjóri ráðstefnunnar. Hún stofnaði fyrirtækið Evris þegar hún stóð á fimmtugu og það hefur leitt BALL-verkefnið sem teygir sig til Póllands og Spánar. „Það þarf að hugsa stöðu miðaldra fólks upp á nýtt því hún hefur breyst mjög mikið. Á því þarf að vekja athygli og ráðstefnan er skref í þá átt,“ segir Anna Margrét og tekur fram að starfsmannastjóri Landsvirkjunar muni kynna afstöðu sína til málefnisins. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. september 2016.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira