Körfubolti

Njarðvík fær sterkan Bandaríkjamann og Bonneau er á leiðinni

Corbin Jackson treður með látum fyrir Florida Tech.
Corbin Jackson treður með látum fyrir Florida Tech. vísir/getty
Njarðvík er búið að ganga frá samningi við bandaríska miðherjann Corbin Jackson en hann kom til landsins í morgun. Þetta staðfestir Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi.

Jackson er 24 ára gamall og kemur frá Florida Tech-háskólanum sem spilar í annarri deild bandaríska háskolaboltans. Hann spilaði í sama riðli og íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson og stóð sig frábærlega á síðustu leiktíð.

Þessi tveggja metra strákur var besti varnarmaður riðilsins á síðasta tímabili en hann var þrisvar sinnum valinn varnarmaður vikunnar. Jackson er frábær varnarmaður en hann var útnefndur varnarmaður ársins í sínum riðli þrjú ár í röð.

Hann var að auki stiga- og frákastahæsti leikmaður Florida Tech á síðasta tímabili með 20 stig og átta fráköst að meðaltali í leik. Jackson ætti að styrkja teiginn á Njarðvík verulega.

Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð en þeir verða með tvo Bandaríkjamenn í sinni sveit. Hinn magnaði Stefan Bonneau er væntanlegur til landsins á morgun en hann var frá alla síðustu leiktíð vegna meiðsla.

Njarðvík var fyrr í sumar búið að bæta við sig bakverðinum Birni Kristjánssyni frá KR og þá samdi það við Jón Sverrisson á dögunum. Einnig er Jóhann Árni Ólafsson kominn heim eftir nokkurra ára dvöl í Grindavík.


Tengdar fréttir

Björn í Njarðvík

Björn Kristjánsson er genginn í raðir Njarðvík frá Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla í körfubolta. Karfan.is greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×