Vinnan varð að þráhyggju Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2016 07:00 Garðar á kveðjustund þegar hann ákvað að ljúka störfum hjá fyrirtækinu og huga að heilsunni. Garðar Agnarsson Hall er matreiðslumaður og í fimmtán ár rak hann veitingaþjónustuna Krydd og kavíar sem hann átti hlut í sjálfur. Í fyrstu tók mikið á að koma fyrirtækinu á fót en álagið varð ekki síður mikið þegar það fór að ganga vel. „Ég var fljótt kominn langt út fyrir minn þægindaramma, var í eldhúsinu, starfsmannastjóri, fjármálastjóri og sinnti öllum daglegum málum. Ég vann 14-16 tíma á dag, var fyrstur til vinnu og síðastur út og svo sinnti ég verkefnum í tölvunni heima á kvöldin.“ Garðar hrundi niður árið 2009 og var lagður inn á spítala. En það var ekki tengt við vinnuálag heldur bara óútskýrð veikindi. Hann jafnar sig og snýr til baka í vinnuna, tvíefldur. „Vinnan verður þráhyggja, einhvers konar fíkn. Maður verður stjórnlaus í stjórnseminni og þetta er eiginlega eins og manískt ástand. Ég hef lýst þessu eins og að vera flóðhestur með gyllinæð, út um allt án þess að hafa fókus á neinu.“ Garðar fór að finna fyrir auknu orkuleysi og smátt og smátt tapaði hann heilsunni á ný. Hann fann fyrir astma, höfuðverkjum, meltingartruflunum og sífelldri þreytu, alveg sama hvað hann svaf mikið. „Ég sofnaði á kvöldin en vaknaði svo um miðjar nætur með hausinn á fullu. Ég tókst á við streituna með því að borða og drakk áfengi til að deyfa mig. Þannig að í þokkabót var ég orðinn alltof þungur.“ Fyrir tæpum tveimur árum lenti Garðar aftur á botninum nema nú var hann dýpri en áður. Hann sá að hann varð að bregðast við og hætti í starfi sínu. Hann hefur verið að byggja sig upp síðan þá en hann bendir á að fyrst og fremst sé þetta andleg vinna. „Það er mikil flækja þarna að baki. Ég var mikið að sækjast eftir viðurkenningu með vinnunni, það var drifkrafturinn. Þannig að ég hef unnið mikið í sjálfum mér og fer núna hægt af stað í styttri verkefni, sem eru fyrirsjáanleg og vel yfirstíganleg.“ Garðar býr nú í London og hefur tekið að sér verkefni í matreiðslugeiranum. Hann gefur ekki mikið fyrir dugnað og vinnusemi sem mestu dyggðir Íslendinga. „Ég gef skít í slíkt í dag. Maður hefur kynnst því að það er annað og meira sem skiptir máli í lífinu og ég finn það hér á fólki að það er ekkert að gera út af við sig með vinnu. Svo er það heilsan sem skiptir máli. Ef maður hefur ekki heilsuna, hefur maður ekki neitt. Peningar skipta nákvæmlega engu máli.“Ólafur Þór Ævarsson.Þegar streitan verður sjúkleg Streituvaldar í starfi og einkalífi geta orðið að sjúklegri streitu og valdið kulnunarástandi. Í nútímasamfélagi þar sem óljós mörk eru á milli vinnu og frítíma, áreitið er meira og samskiptakröfur flóknari eru æ fleiri sem upplifa slíkt ástand. „Þegar fólk upplifir eðlilega streitu nær það að jafna sig eftir góða hvíld í nokkra daga. En þegar um sjúklega streitu er að ræða þarf fólk stuðning og meðferð til að geta unnið í streituvöldunum. Því starfsemi heilans er verulega trufluð og það tekur tíma fyrir heilann að endurnýja sig. Því þarf oft að draga úr vinnu eða jafnvel taka frí í ákveðinn tíma,“ segir dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum. Forvarnir, í samvinnu við Streituskólann, standa fyrir málþingi á morgun um streitu og sálfélagslega vinnuvernd. Ólafur bendir á að mikilvægt sé fyrir atvinnurekendur að þekkja til kulnunar. „Samkvæmt vinnuverndarlögum ber vinnuveitandinn talsvert mikla ábyrgð á þessum hlutum. Við erum að mæta þörfinni að veita mannauðsstjórum og stjórnendum fyrirtækja aðgang að þekkingu á þessu sviði,“ segir Ólafur en þverneitar að viðhorfið hér á landi sé að streita sé aumingjaskapur. „Í dag eru víða vel menntaðir mannauðsstjórar sem gera sér grein fyrir að mikilvægt er að greina þetta og sinna þessu sem fyrst en helst að ná að hindra svona ástand hjá starfsmönnum.“ Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á stress.isHvað er kulnun? Sjúkleg streita sem kemur til vegna meira álags en einstaklingurinn þolir. Streitan hefur áhrif á heilann sem starfar ekki eðlilega. Áhrif streitunnar koma hægt og sígandi á mánuðum eða örfáum árum. Á því tímabili myndast vítahringur varðandi svefn og hvíld. Þá nær streitan skyndilega, á mjög stuttum tíma, miklum tökum á heilsunni. Einkenni: Ofurþreyta Slen Verkir Svefntruflanir Kvíði og depurð Pirringur Einbeitingarskortur Gleymska Minnkað andlegt úthald Minna þol við álagi Hverjir eiga í hættu að fara í kulnunarástand? Allir. En ekki síst fólk á besta aldri, vel menntað, sterkt og duglegt sem gleymir að gæta að sínum eigin hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Garðar Agnarsson Hall er matreiðslumaður og í fimmtán ár rak hann veitingaþjónustuna Krydd og kavíar sem hann átti hlut í sjálfur. Í fyrstu tók mikið á að koma fyrirtækinu á fót en álagið varð ekki síður mikið þegar það fór að ganga vel. „Ég var fljótt kominn langt út fyrir minn þægindaramma, var í eldhúsinu, starfsmannastjóri, fjármálastjóri og sinnti öllum daglegum málum. Ég vann 14-16 tíma á dag, var fyrstur til vinnu og síðastur út og svo sinnti ég verkefnum í tölvunni heima á kvöldin.“ Garðar hrundi niður árið 2009 og var lagður inn á spítala. En það var ekki tengt við vinnuálag heldur bara óútskýrð veikindi. Hann jafnar sig og snýr til baka í vinnuna, tvíefldur. „Vinnan verður þráhyggja, einhvers konar fíkn. Maður verður stjórnlaus í stjórnseminni og þetta er eiginlega eins og manískt ástand. Ég hef lýst þessu eins og að vera flóðhestur með gyllinæð, út um allt án þess að hafa fókus á neinu.“ Garðar fór að finna fyrir auknu orkuleysi og smátt og smátt tapaði hann heilsunni á ný. Hann fann fyrir astma, höfuðverkjum, meltingartruflunum og sífelldri þreytu, alveg sama hvað hann svaf mikið. „Ég sofnaði á kvöldin en vaknaði svo um miðjar nætur með hausinn á fullu. Ég tókst á við streituna með því að borða og drakk áfengi til að deyfa mig. Þannig að í þokkabót var ég orðinn alltof þungur.“ Fyrir tæpum tveimur árum lenti Garðar aftur á botninum nema nú var hann dýpri en áður. Hann sá að hann varð að bregðast við og hætti í starfi sínu. Hann hefur verið að byggja sig upp síðan þá en hann bendir á að fyrst og fremst sé þetta andleg vinna. „Það er mikil flækja þarna að baki. Ég var mikið að sækjast eftir viðurkenningu með vinnunni, það var drifkrafturinn. Þannig að ég hef unnið mikið í sjálfum mér og fer núna hægt af stað í styttri verkefni, sem eru fyrirsjáanleg og vel yfirstíganleg.“ Garðar býr nú í London og hefur tekið að sér verkefni í matreiðslugeiranum. Hann gefur ekki mikið fyrir dugnað og vinnusemi sem mestu dyggðir Íslendinga. „Ég gef skít í slíkt í dag. Maður hefur kynnst því að það er annað og meira sem skiptir máli í lífinu og ég finn það hér á fólki að það er ekkert að gera út af við sig með vinnu. Svo er það heilsan sem skiptir máli. Ef maður hefur ekki heilsuna, hefur maður ekki neitt. Peningar skipta nákvæmlega engu máli.“Ólafur Þór Ævarsson.Þegar streitan verður sjúkleg Streituvaldar í starfi og einkalífi geta orðið að sjúklegri streitu og valdið kulnunarástandi. Í nútímasamfélagi þar sem óljós mörk eru á milli vinnu og frítíma, áreitið er meira og samskiptakröfur flóknari eru æ fleiri sem upplifa slíkt ástand. „Þegar fólk upplifir eðlilega streitu nær það að jafna sig eftir góða hvíld í nokkra daga. En þegar um sjúklega streitu er að ræða þarf fólk stuðning og meðferð til að geta unnið í streituvöldunum. Því starfsemi heilans er verulega trufluð og það tekur tíma fyrir heilann að endurnýja sig. Því þarf oft að draga úr vinnu eða jafnvel taka frí í ákveðinn tíma,“ segir dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum. Forvarnir, í samvinnu við Streituskólann, standa fyrir málþingi á morgun um streitu og sálfélagslega vinnuvernd. Ólafur bendir á að mikilvægt sé fyrir atvinnurekendur að þekkja til kulnunar. „Samkvæmt vinnuverndarlögum ber vinnuveitandinn talsvert mikla ábyrgð á þessum hlutum. Við erum að mæta þörfinni að veita mannauðsstjórum og stjórnendum fyrirtækja aðgang að þekkingu á þessu sviði,“ segir Ólafur en þverneitar að viðhorfið hér á landi sé að streita sé aumingjaskapur. „Í dag eru víða vel menntaðir mannauðsstjórar sem gera sér grein fyrir að mikilvægt er að greina þetta og sinna þessu sem fyrst en helst að ná að hindra svona ástand hjá starfsmönnum.“ Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á stress.isHvað er kulnun? Sjúkleg streita sem kemur til vegna meira álags en einstaklingurinn þolir. Streitan hefur áhrif á heilann sem starfar ekki eðlilega. Áhrif streitunnar koma hægt og sígandi á mánuðum eða örfáum árum. Á því tímabili myndast vítahringur varðandi svefn og hvíld. Þá nær streitan skyndilega, á mjög stuttum tíma, miklum tökum á heilsunni. Einkenni: Ofurþreyta Slen Verkir Svefntruflanir Kvíði og depurð Pirringur Einbeitingarskortur Gleymska Minnkað andlegt úthald Minna þol við álagi Hverjir eiga í hættu að fara í kulnunarástand? Allir. En ekki síst fólk á besta aldri, vel menntað, sterkt og duglegt sem gleymir að gæta að sínum eigin hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira