Fyrir leikinn hitaði stór hluti þeirra 9.000 Íslendinga sem eru mættir til Marseille upp á stuðningsmannasvæðinu við ströndina í hinu svokallaða Fan Zone. Þaðan er um hálftíma ganga á Stade Vélodrome, heimavöll Marseille, þar sem leikurinn fer fram.
Það eru ekki bara Íslendingar sem eru mættir til að styðja íslenska landsliðið heldur Svíar sem voru með sænskan fána merktan Lagerbäck en Lars þjálfaði auðvitað sænska liðið í átta ár með frábærum árangri.
Hér að neðanmá sjá myndasyrpu frá Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins og Vísis, frá stemningunni á stuðningsmannasvæðinu.
Leikurinn er í beinni textalýsingu hér.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).







