Umræða þokast áfram um herta byssulöggjöf vestan hafs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2016 07:00 Lögreglumenn fyrir utan vettvang árásarinnar í Orlandó. vísir/EPA Eftir fjórtán tíma málþóf í bandarísku öldungadeildinni sagði Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata, sem fór fyrir samflokksmönnum sínum í málþófinu, að hann hefði fengið vilyrði fyrir því að kosið yrði á þinginu um tvö frumvörp samflokksmanna hans um byssulöggjöf. Annars vegar frumvarp Dianne Feinstein um að þeir sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa skotvopn og hins vegar frumvarp Murphy, Cory Booker og Chuck Schumer um að kanna þyrfti bakgrunn þeirra sem kaupa skotvopn á netinu og á byssusýningum. Ekki er búið að setja málin á dagskrá öldungadeildarinnar. Heimildarmenn fréttavefsins Politico greina frá því að repúblikanar muni setja fram sínar eigin tillögur um breytta byssulöggjöf. Sú tillaga mun miða að því að þeim sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fyrir mistök verði gert auðveldara að láta skrá sig af listanum svo þeir geti keypt skotvopn. Þeim sem eftir yrðu á listanum yrði hins vegar óheimilt að kaupa skotvopn. Tillagan nýtur stuðnings NRA, félags byssueigenda í Bandaríkjunum. Félagið hefur einnig lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump. Kveikjan að umræðunum var árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í borginni Orlandó í Flórída. Mateen myrti þar 49 gesti staðarins með hríðskotabyssu að vopni og særði 53. Byssuna hafði hann keypt löglega. Árásin er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna. „Okkur skilst að við höfum fengið vilyrði fyrir því að þessi mál fái þann farveg að komast í atkvæðagreiðslu,“ sagði Murphy í yfirlýsingu í gær. Sjálfur talaði Murphy meginhluta þeirra fjórtán tíma sem málþófið stóð og lofaði því að tala eins lengi og hann gæti þar til þingið tæki til aðgerða. Árásin í Orlandó er ekki sú fyrsta sem hefur sett skrið á umræður um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Á síðustu nokkrum árum hafa aðrar árásir, meðal annars á grunnskólann Sandy Hook, á veislugesti í San Bernardino og á kvikmyndahús í Aurora, einnig komið umræðunni aftur í gang. Hins vegar er lítill samhljómur um lausnir á milli repúblikana og demókrata. Rétturinn til að eiga vopn er stjórnarskrárverndaður og hefur reynst erfitt að koma breytingum í gegn sem þóknast báðum flokkum. Demókratar hafa til að mynda lengi viljað banna almenningseign á hríðskotabyssum, viljað banna skothylki sem rúma fleiri en tíu kúlur og vilja nákvæmari rannsóknir á bakgrunni byssukaupenda. Repúblikanar hafa barist gegn þeim tillögum á grundvelli stjórnarskrárinnar og hafa sagt það rétt fólks að eiga byssur. Styður samflokksmenn sína „Í dag, sem Bandaríkjamenn, syrgjum við hrottafengin morð, ógnvænlegt blóðbað tuga saklausra borgara.“ Svona hóf Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sína fjórtándu ræðu sem haldin er í kjölfar fjöldamorðs, á hans átta árum í embætti. Ræðuna hélt hann eftir árásina í Orlandó. Obama styður þær tillögur samflokksmanna sína sem kosið verður um í öldungadeildinni. Sjálfur hefur hann í áraraðir kallað eftir því að mögulegir hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa byssur en jafnframt vill hann banna almenningseign á hríðskotabyssum. „Fólk með möguleg tengsl við hryðjuverkahópa, sem má ekki stíga um borð í flugvél, á ekki að geta keypt byssur. Setjum lög gegn almenningseign á hríðskotabyssum,“ sagði Obama í sömu ræðu og bætti við: „Annars, þrátt fyrir allt sem við gerum og allar fórnir sem færðar hafa verið, munu sams konar atburðir eiga sér stað aftur.“ Málþóf Murphy ekki það lengsta Þótt málþóf Chris Murphy hafi farið yfir rúma fjórtán klukkutíma er hann hvergi nærri meti öldungadeildarþingmannsins Stroms Thurmond. Sá talaði í rúman sólarhring gegn nýjum lögum um borgaraleg réttindi árið 1957. Næst honum komast Alfonse D'Amato sem talaði í 23 og hálfan klukkutíma í umræðum um fjárlög hersins árið 1986 og Wayne Morse sem talaði í 22 og hálfan tíma um olíuiðnaðinn árið 1953. Met Íslendinga á Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Ræða hennar var flutt á Alþingi frá klukkan 12.27 fimmtudaginn 14. maí 1998 til klukkan 00.37 föstudaginn 15. maí 1998 og fjallaði hún um húsnæðismál. Ræðan var því rúmir tíu klukkutímar. Árið 2013 gaf Samband ungra sjálfstæðismanna ræðuna út á bók sem ber nafnið Málþóf og er 407 blaðsíður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Eftir fjórtán tíma málþóf í bandarísku öldungadeildinni sagði Chris Murphy, öldungadeildarþingmaður demókrata, sem fór fyrir samflokksmönnum sínum í málþófinu, að hann hefði fengið vilyrði fyrir því að kosið yrði á þinginu um tvö frumvörp samflokksmanna hans um byssulöggjöf. Annars vegar frumvarp Dianne Feinstein um að þeir sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa skotvopn og hins vegar frumvarp Murphy, Cory Booker og Chuck Schumer um að kanna þyrfti bakgrunn þeirra sem kaupa skotvopn á netinu og á byssusýningum. Ekki er búið að setja málin á dagskrá öldungadeildarinnar. Heimildarmenn fréttavefsins Politico greina frá því að repúblikanar muni setja fram sínar eigin tillögur um breytta byssulöggjöf. Sú tillaga mun miða að því að þeim sem eru á listum yfir mögulega hryðjuverkamenn fyrir mistök verði gert auðveldara að láta skrá sig af listanum svo þeir geti keypt skotvopn. Þeim sem eftir yrðu á listanum yrði hins vegar óheimilt að kaupa skotvopn. Tillagan nýtur stuðnings NRA, félags byssueigenda í Bandaríkjunum. Félagið hefur einnig lýst yfir stuðningi við forsetaframbjóðanda repúblikana, Donald Trump. Kveikjan að umræðunum var árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í borginni Orlandó í Flórída. Mateen myrti þar 49 gesti staðarins með hríðskotabyssu að vopni og særði 53. Byssuna hafði hann keypt löglega. Árásin er mannskæðasta skotárás í sögu Bandaríkjanna. „Okkur skilst að við höfum fengið vilyrði fyrir því að þessi mál fái þann farveg að komast í atkvæðagreiðslu,“ sagði Murphy í yfirlýsingu í gær. Sjálfur talaði Murphy meginhluta þeirra fjórtán tíma sem málþófið stóð og lofaði því að tala eins lengi og hann gæti þar til þingið tæki til aðgerða. Árásin í Orlandó er ekki sú fyrsta sem hefur sett skrið á umræður um byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Á síðustu nokkrum árum hafa aðrar árásir, meðal annars á grunnskólann Sandy Hook, á veislugesti í San Bernardino og á kvikmyndahús í Aurora, einnig komið umræðunni aftur í gang. Hins vegar er lítill samhljómur um lausnir á milli repúblikana og demókrata. Rétturinn til að eiga vopn er stjórnarskrárverndaður og hefur reynst erfitt að koma breytingum í gegn sem þóknast báðum flokkum. Demókratar hafa til að mynda lengi viljað banna almenningseign á hríðskotabyssum, viljað banna skothylki sem rúma fleiri en tíu kúlur og vilja nákvæmari rannsóknir á bakgrunni byssukaupenda. Repúblikanar hafa barist gegn þeim tillögum á grundvelli stjórnarskrárinnar og hafa sagt það rétt fólks að eiga byssur. Styður samflokksmenn sína „Í dag, sem Bandaríkjamenn, syrgjum við hrottafengin morð, ógnvænlegt blóðbað tuga saklausra borgara.“ Svona hóf Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sína fjórtándu ræðu sem haldin er í kjölfar fjöldamorðs, á hans átta árum í embætti. Ræðuna hélt hann eftir árásina í Orlandó. Obama styður þær tillögur samflokksmanna sína sem kosið verður um í öldungadeildinni. Sjálfur hefur hann í áraraðir kallað eftir því að mögulegir hryðjuverkamenn fái ekki að kaupa byssur en jafnframt vill hann banna almenningseign á hríðskotabyssum. „Fólk með möguleg tengsl við hryðjuverkahópa, sem má ekki stíga um borð í flugvél, á ekki að geta keypt byssur. Setjum lög gegn almenningseign á hríðskotabyssum,“ sagði Obama í sömu ræðu og bætti við: „Annars, þrátt fyrir allt sem við gerum og allar fórnir sem færðar hafa verið, munu sams konar atburðir eiga sér stað aftur.“ Málþóf Murphy ekki það lengsta Þótt málþóf Chris Murphy hafi farið yfir rúma fjórtán klukkutíma er hann hvergi nærri meti öldungadeildarþingmannsins Stroms Thurmond. Sá talaði í rúman sólarhring gegn nýjum lögum um borgaraleg réttindi árið 1957. Næst honum komast Alfonse D'Amato sem talaði í 23 og hálfan klukkutíma í umræðum um fjárlög hersins árið 1986 og Wayne Morse sem talaði í 22 og hálfan tíma um olíuiðnaðinn árið 1953. Met Íslendinga á Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Ræða hennar var flutt á Alþingi frá klukkan 12.27 fimmtudaginn 14. maí 1998 til klukkan 00.37 föstudaginn 15. maí 1998 og fjallaði hún um húsnæðismál. Ræðan var því rúmir tíu klukkutímar. Árið 2013 gaf Samband ungra sjálfstæðismanna ræðuna út á bók sem ber nafnið Málþóf og er 407 blaðsíður. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira