Flogið undir löglegri flughæð á Þingvöllum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið til vandræða á Þingvöllum. vísir/Vilhelm „Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira