Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 14:43 Jón H. B. Snorrason segir þetta mjóa línu, milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Pétur á Sögu er einn þeirra sem fengið hefur ákæru á hendur sér vegna meintrar hatursorðræðu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“ Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Jóni H. B. Snorrasyni aðstoðarlögreglustjóra hafa tíu ákærur verið gefnar út á þessu ári vegna hatursummæla.Vísir greindi frá því í gær að gefin hefur verið út ákæra á hendur Pétri Gunnlaugssyni útvarpsmanni á Útvarpi Sögu vegna hatursummæla sem honum er gefið að sök að hafa viðhaft. Pétur fjallaði sjálfur um málið í símatíma Útvarps Sögu, ásamt Arnþrúði Karldóttur útvarpsstjóra og hlustendum, og mátti greina mikla reiði meðal þeirra allra vegna málsins. Þau telja þetta lið í að drepa niður umræðu, að þetta stangist á við tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og að auki segist Pétur ómögulega getað borið ábyrgð á ummælum þeirra sem hringja inn í sérstaka símatíma útvarpsstöðvarinnar.Holskefla í tengslum við hinsegin fræðslu í skólum Spurður sérstaklega út í þetta atriði málsins segir Jón H. B. Snorrason það ekki vera svo að hann sé ákærður vegna ummæla hlustenda heldur vegna þess sem útvarpsmaðurinn sjálfur sagði. „Menn verða nú ekki ábyrgir fyrir öðru en því sem þeir segja. Ákæran á hendur honum snýr að því sem hann sjálfur hefur sagt, ekki það sem viðmælendur hans eða hlustendur segja. Þessi tíu mál eru ekki öll eins vaxin, ekki er aðeins um að ræða mál sem snúa að ummælum um samkynhneigða heldur er einnig um að ræða hatursfull ummæli sem fallið hafa vegna trúarskoðana, að sögn Jóns. „Þetta eru nú sem betur fer ekki mörg mál. Það var umræða sem fór af stað í fyrra gegn samkynhneigðum vegna umræðu vegna fræðslu í skólum. Þá var holskefla. Sem betur fer ekki viðvarandi umræða í gangi,“ segir Jón H. B.Sáráfá ef nokkur dómafordæmi Málin eru reist á ákvæði númer 233 í hegningarlögum: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Jón segir þetta ákvæði hafa verið inni í almennum hegningarlögum í áratugi en því hafi verið breytt í seinni tíð og fleiri atriði bæst við. Og þar með fjölgar málum. „Ekkert eru margir dómar til. Einn eða tveir hæstaréttardómar frá fyrri tíð vegna niðrandi ummæla um fólk af afrískum uppruna.“Menn eiga þetta ekki undir eigin mati Þannig eiga þessi mál sér vart dómafordæmi, í ljósi þessarar víkkunar á lögunum. Jón H. B. Snorrason segir að málin verði þingfest og í kjölfar þess skýrist hvort fólk vilji gangast við þessari hegðun eða telur um að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisákvæða stjórnarskrárinnar. Málin eru þingfest og þá náttúrlega skýrist það hvort fólk gengst við þessari hegðun eða telur að um sé að ræða umræðu sem rúmast innan tjáningarfrelsisins. Þarna er hárfínt bil. Jón segist ekki viss um að fólk hafi ætlað sér að níðast á öðrum. „En, menn eiga það ekki alveg undir eigin mati. Þetta er ekkert alveg augljóst allt saman. Kannski þarf að reyna á þetta allt fyrir dómi. Því miður, án þess að menn séu tilraunadýr.“
Tengdar fréttir Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17