Lífið

Táningsstúlka græðir milljónir á því að gefa kínverskum börnum nafn

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Jessup hefur gefið 200 þúsund kínverskum börnum nafn.
Jessup hefur gefið 200 þúsund kínverskum börnum nafn. vísir/afp
Beau Jessup, sextán ára bresk stúlka, hefur grætt 48 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 7,3 milljónum íslenskra króna, með því að gefa börnum kínverskra foreldra ensk nöfn. Nafngiftin fer fram á vefsíðu Jessup, Special Name.

Fram kemur í frétt BBC að Jessup hafi fengið hugmyndina þegar hún var stödd í Kína en þar báðu kínversk hjón hana að gefa barni þeirra enskt nafn. Margir Kínverjar telja að ensk nöfn auki möguleika barna þeirra í framtíðinni.

Kínverjar hafa takmarkaðan aðgang að internetinu og geta ekki á einfaldan hátt orðið sér úti um lista með enskum nöfnum á netinu. Jessup sagði að fyrir vikið hefðu undarleg ensk nöfn skotið upp kollinum, til að mynda Rolex, Gandalf og Cinderella. Hún fann því þörf fyrir að gera bót á málum.

Jessup hefur nú þegar gefið 200 þúsund kínverskum börnum nafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×