Lífið

Amy Schumer: Hver sá sem er ekki femínisti hlýtur að vera klikkaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Amy Schumer.
Amy Schumer. vísir/getty
Bandaríski grínistinn Amy Schumer segir að hver sá sem kalli sig ekki femínista hljóti að vera klikkaður og mögulega ekki vita hvað femínismi er.

Schumer var í viðtali í fréttaskýringaþætti BBC, Newsnight, í gærkvöldi en hún var með uppistand í London á sunnudagskvöld. Í liðinni viku kom hún einnig fram í Osló og Kaupmannahöfn en uppistandstúr hennar heldur svo áfram í Bandaríkjunum í næstu viku.

Schumer er sjálf yfirlýstur femínisti og ræddi femínisma í viðtalinu á BBC í gær.

„Ég held að hver sá sem er ekki femínisti hljóti að vera klikkaður og ég held að þeir viti ekki hvað femínismi þýðir. Hann þýðir einfaldlega jafnrétti fyrir konur en orðið hefur ýmsa mismunandi merkingu fyrir mismundandi einstaklinga. Sumir segja við mig „Þú ert ekki femínisti, er það nokkuð?“ og ég er bara „Hvað þýðir það fyrir þér? Auðvitað er ég femínisti. Auðvitað vil ég jafnrétti fyrir konur.““

Þá grínaðist Schumer með að ef Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna þá myndi hún læra spænsku og flytja úr landi.

„Uppistandið mitt mun breytast því ég mun þurfa að læra spænsku því ég mun flytja til Spánar eða eitthvað ef Trump vinnur. Það er mér óskiljanlegt ef Trump vinnur. Það er of ruglað,“ sagði Schumer.  

Nánar er fjallað um viðtalið við Schumer á vef BBC






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.