Kaupmáttur og aldraðir Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 7. september 2016 08:00 Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxið umtalsvert að undanförnu. Skiptir litlu hvort litið er til vísitölu þeirrar sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tekur saman eða þeirrar sem Hagstofa Íslands tekur saman. Kaupmáttur vex og það sem aldrei fyrr. Því ber að fagna. En er þetta nóg? Við eigum þó eftir eitt mikilvægt mál. Við eigum eftir að leiðrétta kjör aldraðra á Íslandi. Margir aldraðir hafa það bærilegt en það eru hópar sem sjá ekki fram á að viðamikið lífeyriskerfi nái tryggja góð lífsskilyrði þeirra. Það vekur sérstaka undrun að falli heilsuhraustur einstaklingur undir skilgreiningar Tryggingastofnunar og hefur borgað lon og don í lífeyrissjóð sinn alla sína hunds- og kattartíð má ætla að hann fái ekki meira en sem nemur 207 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur á mánuði. Taki þessi eldri borgari upp á því að vinna eilítið, þar sem hann er heilsuhraustur og vill vera í félagsskap með öðru fólki úti í atvinnulífinu, og fær fyrir það um kr. 100 þúsund á mánuði byrjar skerðing að bíta. Þessar 207 þúsundir hækka upp í aðeins um 246 þúsund að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Þessi aukavinna skilar því aðeins um 39 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur eftir að einstaklingurinn hefur unnið fyrir 100 þúsund krónum. Þarna rýrna réttindi hans umtalsvert. Framfærsluuppbótin fellur niður og fullir skattar koma til. Hvatinn til að vinna er því enginn. Hafi annar einstaklingur sömu forsendur og framangreindur aðili, en í stað þess að vinna á hann kost á leigutekjum af húsnæði því sem hann hefur byggt upp og sparað með elju og dugnaði og hefur 100 þúsund krónur í tekjur af þessu húsnæði, verður refsing hans öllu meiri og fara tekjur hans þá úr 207 þúsundum upp í aðeins 230 þúsund. Svo hressilega er bitið af þeim sem leggja til hliðar og spara í húsnæði að 100 þúsund þessa einstaklings verða að 23 þúsundum með tilsvarandi fjárhagslegum og þannig félagslegum refsingum Tryggingastofnunar. Í kerfinu er því hvati til að spara ekkert, eiga ekkert og leggja ekkert fyrir til mögru áranna. Er það hagkvæmt fyrir land og þjóð? Lagaumgjörðin öll um ellilífeyri, örorkubætur og Tryggingastofnun sjálfa er komin á tíma.Greinin birtits fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar