Innlent

Maðurinn sem fróaði sér við Vallaskóla ætlaði ekki að særa neinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Selfossi.
Frá Selfossi. Vísir
Lögreglan á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhald fyrir erlenda ferðamanninum sem grunaður er um blygðunarsemisbrot í bíl við Engjaveg á Selfossi á mánudag. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í gær sem ákvað að taka sér frest við ákvörðun á gæsluvarðhaldi en búast má við úrskurði síðar í dag. Til vara fór lögreglan fram á farbann yfir manninum.

Maðurinn var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum þegar hann var að búa sig til brottfarar af landinu en lögreglu á Suðurlandi höfðu borist myndir og myndskeið af athæfi mannsins sem leiddi til handtöku hans.

DV greindi frá því í gær að hópur nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi séð manninn í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu á Selfossi í hádeginu á mánudag. Tóku nemendurnir stutt myndband af manninum þar sem hann sést stunda sjálfsfróun.

Lögreglan á Suðurlandi sagði við Vísi í gær að rannsókn á málinu beindist að því hvort brot mannsins hefði beinst gegn börnum og ungmennum. Í samtali við Vísi í dag segir lögreglan á Suðurlandi manninn hafa gefið þær skýringar við skýrslutöku í gær að þessar aðfarir hafi ekki beinst gegn neinum tilteknum og ekki hafi verið ætlun hans að særa blygðunarkennd hvorki eins né neins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×