Eigendur eigi að taka virkari þátt Sunna Karen Sigþórsdóttir skrifar 7. september 2016 10:15 Guðrún Hafsteinsdóttir er formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Vísir/Ernir „Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“ Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
„Eigendur eiga að koma að borðinu. Við förum ekki inn í fyrirtæki með peninga og segjum bara „good luck“. Lífeyrissjóðir eiga að fylgja eftir sínum fjárfestingum enda eru þeir að höndla með fjármuni fólks.“ Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, á Strategíudeginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Umræðuefnið var „Hver má vita hvað?“ þar sem samskipti stjórnar fyrirtækis, eigenda og starfsmanna voru meðal annars rædd. Guðrún sagði mikilvægt að verklagsreglur í samskiptum stjórnar og stjórnenda væru skýrar, en að þó þurfi eigendur að fá að taka virkan þátt í stefnumótun og framtíðarsýn. „Við stöndum á tímamótum. Efnahagshrunið árið 2008 gaf okkur tækifæri til þess að endurmeta stöðuna og gera betur,“ sagði Guðrún. Á fundinum kom jafnframt fram að hlutverk stjórnarformanna fyrirtækja væri tekið að breytast og að þeir væru farnir að taka virkari þátt í rekstri fyrirtækja. „Stjórnarformenn eru orðnir virkari og það hlýtur að kalla á nýja mótun. Það þarf að setja strik í sandinn og endurhugsa þetta,“ sagði Guðrún. Þegar upplýsingaflæði milli forstjóra og stjórnar kom til tals voru flestir sammála því að það þurfi að vera gott. Hins vegar komi það fyrir að stjórnendur séu nánast kaffærðir í beiðnum um ýmiss konar gögn og upplýsingar, og að oftar en ekki séu það upplýsingar sem eigi ekki að skipta máli fyrir hlutverk stjórnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri VÍS, sagði meðal annars að frekar ættu stjórnendur að nýta krafta sína í rekstur fyrirtækis og að skila góðri afkomu. „Það má ekki drekkja fyrirtækinu í regluverki og endalausri upplýsingaskyldu,“ sagði hann. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sagðist sammála því að skýra þyrfti línurnar. „Það þarf að skýra hvaða hlutverki hver og einn gegnir. Það þarf að brúa bilið og gera stjórnendum kleift að sinna sínu hlutverki. Stjórnarhættir mega ekki vera eins og múrsteinar sem draga okkur niður á hafsbotn. Þeir mega ekki verða okkur fjötur um fót.“
Tengdar fréttir Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34 Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Fyrirtæki of upptekin við að gera ekki mistök Vatnaskil urðu í rekstri fyrirtækja eftir efnahagshrunið 2008. 6. september 2016 15:34