Stjórn Karólínska vikið frá störfum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2016 22:15 Frá einni af fyrstu aðgerðunum þegar gervibarki var græddur í manneskju. vísir/epa Sænska ríkisstjórnin hefur vikið stjórn Karólínska sjúkrahússins frá störfum eftir að rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reuters.Sjúkrahúsið sér um að veita Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en ritari nóbelsverðlaunanefndarinnar hafði áður sagt af sér vegna málsins. Ljóst er að málið er högg á orðstýr sjúkrahússins en rektor Karólínska hefur einnig sagt af sér vegna málsins. Macchiarini var rekinn í mars síðastliðnum þegar upp kom að hann hefði getið upp rangar upplýsingar á ferilskrá sinni og gerst sekur um vanrækslu eftir að tveir sjúklingar hans létust. Yfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú Macchiarini en hann liggur undir grun um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða annars einstaklings. Hann hefur neitað allri sök. Hneyksli rétta orðið Helene Hellmark Knutsson, ráðherra menntamála og rannsókna í Svíþjóð sagði á blaðamannfundi að hneyksli væri rétta orðið yfir málið. „Fólk hefur orðið fyrir skaða vegna gjörða Karolinska stofnunarinnar og Karolinska sjúkrahússins,“ sagði Helene. Ríkisstjórnin tilkynnti uppsagnirnar eftir að niðurstöður óháðrar rannsóknar voru kynntar. Þar sagði að stjórnin hefði sýnt „sláandi hlutleysi“ gagnvart miklu magni af neikvæðum umsögnun þegar Macchiarini var ráðinn. Hellmark Knutsson sagði að rannsóknin leyddi í ljós að sjúkrahúsið hafi brotið lög og reglugerðir og hefði sýnt lögum og siðareglum vanvirðingu. Verðlaunaféi verði ráðstafað til aðstandenda Bo Risberg, fyrrum formaður siðanefndar Karólínska, hefur krafist þess að Nóbels verðlaunin í læknisfræði verði ekki veitt í tvö ár og að verðlaunafénu verði þess í stað ráðstafað til aðstandenda þeirra sjúklinga sem Macchiarini gerði aðgerðir á. Macchiarini var ráðinn til Karólínska árið 2010 til að rannsaka stofnfrumumeðferðir. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson tóku þátt í einni aðgerð Macchiarini árið 2011 þegar Eritríumaðurinn Andemariam Beyene fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum. Tómas og Óskar hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum Macchiarini. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Sænska ríkisstjórnin hefur vikið stjórn Karólínska sjúkrahússins frá störfum eftir að rannsókn leyddi í ljós að stjórnin hafi gerst sek um vanrækslu þegar skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var ráðinn til starfa og honum leyft að framkvæma skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reuters.Sjúkrahúsið sér um að veita Nóbelsverðlaunin í læknisfræði, en ritari nóbelsverðlaunanefndarinnar hafði áður sagt af sér vegna málsins. Ljóst er að málið er högg á orðstýr sjúkrahússins en rektor Karólínska hefur einnig sagt af sér vegna málsins. Macchiarini var rekinn í mars síðastliðnum þegar upp kom að hann hefði getið upp rangar upplýsingar á ferilskrá sinni og gerst sekur um vanrækslu eftir að tveir sjúklingar hans létust. Yfirvöld í Svíþjóð rannsaka nú Macchiarini en hann liggur undir grun um alvarlega vanrækslu sem leiddi til dauða annars einstaklings. Hann hefur neitað allri sök. Hneyksli rétta orðið Helene Hellmark Knutsson, ráðherra menntamála og rannsókna í Svíþjóð sagði á blaðamannfundi að hneyksli væri rétta orðið yfir málið. „Fólk hefur orðið fyrir skaða vegna gjörða Karolinska stofnunarinnar og Karolinska sjúkrahússins,“ sagði Helene. Ríkisstjórnin tilkynnti uppsagnirnar eftir að niðurstöður óháðrar rannsóknar voru kynntar. Þar sagði að stjórnin hefði sýnt „sláandi hlutleysi“ gagnvart miklu magni af neikvæðum umsögnun þegar Macchiarini var ráðinn. Hellmark Knutsson sagði að rannsóknin leyddi í ljós að sjúkrahúsið hafi brotið lög og reglugerðir og hefði sýnt lögum og siðareglum vanvirðingu. Verðlaunaféi verði ráðstafað til aðstandenda Bo Risberg, fyrrum formaður siðanefndar Karólínska, hefur krafist þess að Nóbels verðlaunin í læknisfræði verði ekki veitt í tvö ár og að verðlaunafénu verði þess í stað ráðstafað til aðstandenda þeirra sjúklinga sem Macchiarini gerði aðgerðir á. Macchiarini var ráðinn til Karólínska árið 2010 til að rannsaka stofnfrumumeðferðir. Læknarnir Tómas Guðbjartsson og Óskar Einarsson tóku þátt í einni aðgerð Macchiarini árið 2011 þegar Eritríumaðurinn Andemariam Beyene fékk ígræddan plastbarka með stofnfrumum. Tómas og Óskar hafa aðstoðað við rannsókn á barkaígræðslum Macchiarini.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00 Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55 Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53 Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01 Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09 Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Barkaígræðsla sögð siðferðislegt stórslys Í bréfi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands til heilbrigðisráðherra er talið mikilvægt að rannsaka þátt íslenskra stofnana í barkaígræðslumálinu svokallaða. Heilbrigðisráðherra vill að þingið skoði möguleika á rannsóknarnefn 31. maí 2016 07:00
Ítalski skurðlæknirinn lifði tvöföldu lífi Saga Paolo Macchiarini er svo ótrúleg að hún hljómar eins og handrit að kvikmynd. 15. febrúar 2016 20:55
Yfirlýsing frá Tómasi Guðbjartssyni og Óskari Einarssyni Óskar og Tómas segjast ekkert hafa komið að meðferð annarra barkaígræðslusjúklinga. Þeirra aðkoma að greininni sem birt var í læknariti hafi verið minniháttar. 28. maí 2015 14:53
Rektor Karolinska segir af sér vegna meints vísindalegs misferlis Macchiarini Tveir íslenskir læknar komu að fyrstu gervibarkaígræðslu ítalska læknisins og núverandi landlæknir var að auki forstjóri Karolinska sjúkrahússins þegar aðgerðirnar voru gerðar. 13. febrúar 2016 16:01
Macchiarini skaðaði tiltrú fólks á sænskum læknarannsóknum samkvæmt óháðri rannsókn Niðurstöður óháðrar rannsóknar um mál ítalska skurðlæknisins voru gerðar opinberar í dag 31. ágúst 2016 10:09
Barkaskurðlæknirinn rekinn frá Karólínska Paolo Macchiarini hefur talsvert verið til umfjöllunar vegna plastbarkaígræðslna sinna. 23. mars 2016 13:07