Öflugur háskóli til farsældar Jón Atli Benediktsson skrifar 5. september 2016 07:00 Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi hlekkur í þekkingar- og verðmætasköpun nútímasamfélaga og að lífskjör í framtíðinni munu byggja á menntun, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Markmið Háskóla Íslands er því að sækja fram á sviði rannsókna og kennslu ásamt því að efla gæði og styrkja innviði. Drifkrafturinn felst í að skapa nýja þekkingu og verðmæti byggð á rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt og sýna alþjóðlegar mælingar að áhrif vísindastarfsins eru á flestum sviðum vel yfir heimsmeðaltali. Þá má benda á að um 1,5% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára ljúka nú prófgráðu frá skólanum á ári hverju. Á sama tíma er Háskólinn í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum heims ásamt því að eiga í ríkulegri samvinnu við öflugar íslenskar vísindastofnanir og mörg fyrirtæki. Faglegur styrkur Háskóla Íslands varð til þess að hann komst árið 2011 á lista Times Higher Education World University Rankings yfir 300 bestu háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13. sæti yfir bestu háskóla á Norðurlöndum. Þessi árangur byggist á frábæru starfsfólki og skýrri langtímasýn og hann skapar fjölmörg tækifæri til samstarfs, innanlands og utan. Til að festa þennan árangur í sessi og ná viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn höfum við fyrir skömmu mótað nýja framtíðarstefnu fyrir tímabilið 2016-2021 undir titlinum Öflugur háskóli – farsælt samfélag.Gífurleg vonbrigði Háskóli Íslands nýtur mikils trausts hjá íslenskum almenningi og við sem þar störfum höfum bundið miklar vonir við að stjórnvöld taki höndum saman með okkur í þeirri sókn sem framundan er. Allir hagvísar benda til þess að bjart sé fram undan og það eru því gífurleg vonbrigði að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu ár eru háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Meðalframlag á hvern háskólanema í ríkjum OECD er um þriðjungi hærra en á Íslandi og framlög á Norðurlöndum að meðaltali tvöföld á við það sem gerist hér. Þetta hefur allt saman legið fyrir í langan tíma. Háskóli Íslands er afar vel rekin stofnun og hefur með ráðdeild tekist að halda rekstrinum í jafnvægi um árabil. Þrátt fyrir mikið aðhald er í ár í fyrsta sinn gert ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla. Við það verður ekki unað lengur. Ef ekki á að stefna uppbyggingarstarfi Háskóla Íslands í voða er komið að því að stjórnvöld láti verkin tala.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal þeirra þjóða sem fremstar standa að háskólar eru ómissandi hlekkur í þekkingar- og verðmætasköpun nútímasamfélaga og að lífskjör í framtíðinni munu byggja á menntun, vísindastarfsemi, nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Markmið Háskóla Íslands er því að sækja fram á sviði rannsókna og kennslu ásamt því að efla gæði og styrkja innviði. Drifkrafturinn felst í að skapa nýja þekkingu og verðmæti byggð á rannsóknum og vísindum. Háskóli Íslands hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Rannsóknavirkni starfsmanna hefur vaxið hratt og sýna alþjóðlegar mælingar að áhrif vísindastarfsins eru á flestum sviðum vel yfir heimsmeðaltali. Þá má benda á að um 1,5% þjóðarinnar á aldrinum 25-64 ára ljúka nú prófgráðu frá skólanum á ári hverju. Á sama tíma er Háskólinn í nánu samstarfi við marga af helstu rannsóknaháskólum heims ásamt því að eiga í ríkulegri samvinnu við öflugar íslenskar vísindastofnanir og mörg fyrirtæki. Faglegur styrkur Háskóla Íslands varð til þess að hann komst árið 2011 á lista Times Higher Education World University Rankings yfir 300 bestu háskóla heims. Árið 2015 var Háskóli Íslands í 222. sæti og jafnframt í 13. sæti yfir bestu háskóla á Norðurlöndum. Þessi árangur byggist á frábæru starfsfólki og skýrri langtímasýn og hann skapar fjölmörg tækifæri til samstarfs, innanlands og utan. Til að festa þennan árangur í sessi og ná viðspyrnu fyrir áframhaldandi sókn höfum við fyrir skömmu mótað nýja framtíðarstefnu fyrir tímabilið 2016-2021 undir titlinum Öflugur háskóli – farsælt samfélag.Gífurleg vonbrigði Háskóli Íslands nýtur mikils trausts hjá íslenskum almenningi og við sem þar störfum höfum bundið miklar vonir við að stjórnvöld taki höndum saman með okkur í þeirri sókn sem framundan er. Allir hagvísar benda til þess að bjart sé fram undan og það eru því gífurleg vonbrigði að í nýsamþykktri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu ár eru háskólarnir í landinu skildir eftir við nauðsynlega uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Meðalframlag á hvern háskólanema í ríkjum OECD er um þriðjungi hærra en á Íslandi og framlög á Norðurlöndum að meðaltali tvöföld á við það sem gerist hér. Þetta hefur allt saman legið fyrir í langan tíma. Háskóli Íslands er afar vel rekin stofnun og hefur með ráðdeild tekist að halda rekstrinum í jafnvægi um árabil. Þrátt fyrir mikið aðhald er í ár í fyrsta sinn gert ráð fyrir 300 m.kr. rekstrarhalla. Við það verður ekki unað lengur. Ef ekki á að stefna uppbyggingarstarfi Háskóla Íslands í voða er komið að því að stjórnvöld láti verkin tala.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun