Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 112-115 | Snæfell grátlega nálægt fyrsta sigrinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms, reyndist sínu liði drjúgur í kvöld. vísir/valli Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira