Erlent

Leonard Cohen lést í svefni eftir fall

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leonard Cohen á sínu síðasta tónleikaferðalagi í Valensía á Spáni.
Leonard Cohen á sínu síðasta tónleikaferðalagi í Valensía á Spáni. vísir/epa
Kanadíski söngvarinn og ljóðskáldið lést í svefni eftir að hafa fallið á heimili sínu í Los Angeles. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá umboðsmanni hans.

Hann segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ Heimurinn syrgði Cohen sem lést 7. nóvember en ekkert hafði verið gefið upp um dánarorsök.

Cohen var grafinn í Montreal í Kanada 10. nóvember síðastliðinn við fámenna athöfn sem fjölskylda og nánir voru viðstaddir. Var hann grafinn við hlið foreldra sinna.

Cohen var fæddur í Montreal og á löngum ferli samdi hann mörg minnisstæð og vinsæl lög á borð við Suzanne og So long, Marianne. Hann gaf út sína fjórtándu plötu í síðasta mánuði.

Minningarathöfn verður haldin á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Leonard Cohen er látinn

Kanadíski söngvarinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri.

Hinsta kveðja Cohens

Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er allur tæplega þremur vikum eftir útgáfu sinnar síðustu plötu. Hans er nú minnst um heim allan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×