Sara Heimis svarar Rich Piana fullum hálsi: Óöruggur fokking lygari Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2016 08:30 Sara lætur allt flakka í samtali við Brennsluna. „Ég flutti út til Bandaríkjanna fyrir tæpum sjö árum. Ég fór strax í nám, byrjaði í sálfræði og fór síðan yfir í lögfræðina,“ segir fitnesskonan Sara Heimisdóttir, í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Ég hef síðan verið að keppa í fitness samhliða náminu og er bara að reyna að láta drauma mína rætast.“ Sara er 27 ára gömul og flutti hún út um tvítugt. Hún segir að tækifærin séu í Bandaríkjunum og það hafi alltaf verið draumurinn að búa í landi tækifæranna. „Það er alveg æðislegt að búa á Íslandi, en þetta er svo lítið land. Ef maður ætlar að grípa tækifærið, þá verður bara að gera eins og Haffi Stóri [Hafþór Júlíus] og koma sér á framfæri út um allan heim. Þá er nauðsynlegt að fara yfir landsteinana. Ísland er alltaf ofarlega í mínu hjarta.“ Fyrir um ári síðan giftist Sara vaxtarræktarmanninum Rich Piana en þau gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september á síðasta ári. Parið skildi í sumar og tjáði Piana sig um málið á YouTube-rás sinni í síðustu viku. Þar sagði hann að Sara hafi stolið peningum af sér og aðeins gifts sér fyrir græna kortið.Sjá einnig: Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið„Þetta er bara eins og maður segir bunch of bullshit. Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan við skildum. Hann reyndi síðan að hafa samband við mig áður en hann setti þetta myndband inn, og var með einhverja stæla við mig og hótaði mér öllu illu. Ég svaraði honum ekki, og þá birti hann myndbandið fljótlega.“ Sara segist ekki hafa skilið upp né niður þegar hún horfði á myndbandið og var bara orðlaus. „Hann segir að ég hafi bara viljað giftast honum fyrir græna kortið. Ég var í skóla í Flórída þegar við kynnumst, og hann biður mig að koma yfir til Kaliforníu og búa hjá sér. Hann vildi hafa mig með sér allan daginn, og vera með honum í því sem hann var að gera. Hann bauð því mér að giftast honum, til að hlutirnir yrðu auðveldari. Við létum því verða af brúðkaupinu. Brúðkaupið var þannig séð hans hugmynd,“ segir Sara og bætir því við að hún hafi farið inn í sambandið af réttum forsendum og viljað ekkert meira en að það myndi ganga upp.Rich allt annað en sáttur.„Þetta var algjörlega frábært í byrjun og maður hélt að hann væri alveg the one. Hann er klárlega ekki allur sem hann er séður. Hann segir síðan að ég hafi stolið frá honum. Í fyrsta lagi stal ég aldrei frá honum og ég myndi aldrei stela frá neinum, það er ekki sú manneskja sem ég er. Þegar maður er giftur, á maður allt saman, svo þetta er í raun algjört bull. Ég sá í þessu myndbandi að þetta var fokking lygari.“ Sara segir að Piana sé mjög óöruggur maður. „Þið sjáið bara hvernig hann lítur út. Hann sprautar sílikoni í vöðvana á sér, hann er meira að segja með sílikon í rassinum. Mikið af því sem hann segir í þessu myndbandi er bara algjör lygi. Núna er hann bara heima hjá sér að hlæja af því að fólk sé í alvörunni að trúa því sem hann er að segja.“Fallegur bíll sem Sara fékk gefins. Hún á hann ekki lengur.En er Sara sár eftir að Piana birti þetta myndband?„Eins og ég segi alltaf, þá eru Íslendingar sterklega byggðir og það þarf mikið til þess að ná okkur niður. Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt. Allt þetta fólk sem er að drulla yfir mig á samfélagsmiðlunum, mér gæti ekki verið meira sama um það. Ég er að gera mitt eigið myndband og þar mun ég segja mína hlið á málinu, og hvernig allt var. Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt.“ Síðasta Valentínusardag gaf Piana Söru nýjan bleikan Benz. „Hann auðvitað tók bílinn með sér og var ekki lengi að selja bílinn. Það er nú oftast þannig að þegar maður er að skilja þá má maður ekki selja neitt, eða ekki neitt sem keypt var meðan maður var giftur.“ Sara ætlar ekki að gefa neitt eftir og er með lögfræðinga með sér í liði. „Ef hann ætlar að leika við mig, þá verður það ekki fallegt. Það er hægara sagt en gert að ibba gogg við okkur íslensku konurnar,“ segir Sara sem hefur það nokkuð gott í Bandaríkjunum og elskar að búa þar. Hún hefur ekki einu sinni komið til Íslands á þeim sjö árum sem hún hefur búið í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00 Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00 Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01 Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34 Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45 Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06 Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég flutti út til Bandaríkjanna fyrir tæpum sjö árum. Ég fór strax í nám, byrjaði í sálfræði og fór síðan yfir í lögfræðina,“ segir fitnesskonan Sara Heimisdóttir, í ítarlegu viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. „Ég hef síðan verið að keppa í fitness samhliða náminu og er bara að reyna að láta drauma mína rætast.“ Sara er 27 ára gömul og flutti hún út um tvítugt. Hún segir að tækifærin séu í Bandaríkjunum og það hafi alltaf verið draumurinn að búa í landi tækifæranna. „Það er alveg æðislegt að búa á Íslandi, en þetta er svo lítið land. Ef maður ætlar að grípa tækifærið, þá verður bara að gera eins og Haffi Stóri [Hafþór Júlíus] og koma sér á framfæri út um allan heim. Þá er nauðsynlegt að fara yfir landsteinana. Ísland er alltaf ofarlega í mínu hjarta.“ Fyrir um ári síðan giftist Sara vaxtarræktarmanninum Rich Piana en þau gengu í það heilaga á Mr. Olympia-keppninni í Las Vegas í september á síðasta ári. Parið skildi í sumar og tjáði Piana sig um málið á YouTube-rás sinni í síðustu viku. Þar sagði hann að Sara hafi stolið peningum af sér og aðeins gifts sér fyrir græna kortið.Sjá einnig: Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið„Þetta er bara eins og maður segir bunch of bullshit. Ég hef ekki verið í neinum samskiptum við hann síðan við skildum. Hann reyndi síðan að hafa samband við mig áður en hann setti þetta myndband inn, og var með einhverja stæla við mig og hótaði mér öllu illu. Ég svaraði honum ekki, og þá birti hann myndbandið fljótlega.“ Sara segist ekki hafa skilið upp né niður þegar hún horfði á myndbandið og var bara orðlaus. „Hann segir að ég hafi bara viljað giftast honum fyrir græna kortið. Ég var í skóla í Flórída þegar við kynnumst, og hann biður mig að koma yfir til Kaliforníu og búa hjá sér. Hann vildi hafa mig með sér allan daginn, og vera með honum í því sem hann var að gera. Hann bauð því mér að giftast honum, til að hlutirnir yrðu auðveldari. Við létum því verða af brúðkaupinu. Brúðkaupið var þannig séð hans hugmynd,“ segir Sara og bætir því við að hún hafi farið inn í sambandið af réttum forsendum og viljað ekkert meira en að það myndi ganga upp.Rich allt annað en sáttur.„Þetta var algjörlega frábært í byrjun og maður hélt að hann væri alveg the one. Hann er klárlega ekki allur sem hann er séður. Hann segir síðan að ég hafi stolið frá honum. Í fyrsta lagi stal ég aldrei frá honum og ég myndi aldrei stela frá neinum, það er ekki sú manneskja sem ég er. Þegar maður er giftur, á maður allt saman, svo þetta er í raun algjört bull. Ég sá í þessu myndbandi að þetta var fokking lygari.“ Sara segir að Piana sé mjög óöruggur maður. „Þið sjáið bara hvernig hann lítur út. Hann sprautar sílikoni í vöðvana á sér, hann er meira að segja með sílikon í rassinum. Mikið af því sem hann segir í þessu myndbandi er bara algjör lygi. Núna er hann bara heima hjá sér að hlæja af því að fólk sé í alvörunni að trúa því sem hann er að segja.“Fallegur bíll sem Sara fékk gefins. Hún á hann ekki lengur.En er Sara sár eftir að Piana birti þetta myndband?„Eins og ég segi alltaf, þá eru Íslendingar sterklega byggðir og það þarf mikið til þess að ná okkur niður. Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt. Allt þetta fólk sem er að drulla yfir mig á samfélagsmiðlunum, mér gæti ekki verið meira sama um það. Ég er að gera mitt eigið myndband og þar mun ég segja mína hlið á málinu, og hvernig allt var. Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt.“ Síðasta Valentínusardag gaf Piana Söru nýjan bleikan Benz. „Hann auðvitað tók bílinn með sér og var ekki lengi að selja bílinn. Það er nú oftast þannig að þegar maður er að skilja þá má maður ekki selja neitt, eða ekki neitt sem keypt var meðan maður var giftur.“ Sara ætlar ekki að gefa neitt eftir og er með lögfræðinga með sér í liði. „Ef hann ætlar að leika við mig, þá verður það ekki fallegt. Það er hægara sagt en gert að ibba gogg við okkur íslensku konurnar,“ segir Sara sem hefur það nokkuð gott í Bandaríkjunum og elskar að búa þar. Hún hefur ekki einu sinni komið til Íslands á þeim sjö árum sem hún hefur búið í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00 Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00 Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01 Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34 Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45 Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06 Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sara Heimis rosaleg í ræktinni - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, gengu í það heilaga þann 17. september síðastliðin. 26. nóvember 2015 13:00
Piana hjólar í Söru Heimis: Stal peningum og giftist mér aðeins fyrir græna kortið "Mig langar að tjá mig um hluti sem ég ætlaði aldrei að gera, þar sem þetta tengist mínu einkalífi,“segir kraftlyftingamaðurinn Rich Piana sem tjáir sig um ástæðurnar fyrir því að hjónabandi hans og Söru Heimisdóttir lauk í sumar. 9. nóvember 2016 14:00
Sara fékk bleikan Benz í Valentínusargjöf frá Rich Piana - Myndband Sara Heimisdóttir, 26 ára Íslendingur, og Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum, og tengdasonur þjóðarinnar eru líklega eitt þekktasta par landsins. 16. febrúar 2016 15:01
Sara Heimis og Rich Piana skilin: "Ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur“ Tæpt ár frá því þau gengu í hjónaband í Las Vegas. 23. júlí 2016 20:34
Fyrrverandi tengdasonur Íslands kominn á fast Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana er kominn með nýja kærustu en hún heitir Chanel Renee. 2. nóvember 2016 13:45
Eyddi yfir 300 þúsund krónum í stera á mánuði Hinn 45 ára gamli Rich Piana, sem er giftur Söru Heimisdóttur, er stoltur af steranotkun sinni og segist hafa notað þá frá 18 ára aldri. 9. maí 2016 13:06
Rich Piana eins og viðvaningur við hliðina á Fjallinu í ræktinni - Myndband Fyrrverandi tengdasonur Íslands Rich Piana birti í gær nýtt myndband á YouTube síðu sinni þar sem hann fékk að eyða heilum degi með Fjallinu okkar, Hafþóri Júlíusi Björnssyni. 26. júlí 2016 10:30