Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov. Tumenov var búinn að vinna fimm bardaga í röð og í 13. sæti á styrkleikalista UFC. Gunnar var dottinn af þeim lista en hann fer á hann aftur núna.
„Svona gerist þegar menn leggja hart að sér og einbeita sér að verkefninu í gegnum allt ferlið. Við erum að fara taka leikinn á annað stig.“
Gunnar The White Ape Nelson!!
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) May 8, 2016
That is the result of hard work and complete focus throughout camp.
We are entering a new level. #SBG #Mjolnir