Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur R. - Stjarnan 1-2 | Draumamark Halldórs Orra tryggði Stjörnunni þrjú stig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2016 21:00 Stjörnumenn fögnuðu sigri í Víkinni í kvöld líkt og gegn Fylki í fyrstu umferðinni. vísir/ernir Stjörnumenn eru með fullt hús stig að loknum tveimur umferðum í Pepsi-deild karla eftir þrautseigan 2-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum. Gestirnir úr Garðabæ lentu undir en sneru við blaðinu í síðari hálfleik og engu skipti þótt þeir léku manni færri í tuttugu mínútur. Alex Freyr Hilmarsson kom heimamönnum í Víkingi yfir eftir tíu mínútna leik og var staðan 1-0 fyrir Víkingum í hálfleik. Í þeim síðari voru Stjörnumenn töluvert betra liðið á vellinum og jafnaði Baldur Sigurðsson metin fyrir þá bláu hálftíma fyrir leikslok. Það var síðan Halldór Orri Björnsson sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú á 67. mínútu leiksins með sannkölluðu draumamarki. Víkingar eru með aðeins eitt stig eftir tvo leiki en andstæðingarnir voru vissulega engir aukvissar í báðum tilvikum. Þeir gætu hins vegar hæglega verið í betri stöðu.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar höfðu gæðin þegar uppi var staðið. Róbert Örn Óskarsson hafði lítið að gera í markinu en þurfti þó að sækja boltann í netið tvisvar sinnum. Hann hefði mögulega getað komið út í fyrirgjöf Guðjóns Baldvinssonar í aðdraganda fyrra marksins sem Baldur skoraði af markteig. Þá ættu Víkingar að vita betur en að bjóða Halldóri Orra Björnssyni frítt skot rétt utan teigs. Víkingar fengu færi í fyrri hálfleik til að leiða með tveimur til þremur mörkum í hálfleik. Þeir voru hins vegar klaufar, nýttu ekki færin, en voru samt í fínni stöðu, marki yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Milos þjálfari gerði taktíska breytingu í hálfleik sem reyndist ekki hjálpa Víkingum, hann viðurkenndi það sjálfur í viðtali eftir leik. Lítið kom út úr sóknarlínu þeirra rauðu og svörtu í síðari hálfleik og lítið að gera hjá Kerr í markinu. Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson var óþreytandi í sóknarlínu Garðbæinga. Hann lagði upp fyrra markið og lét Alan og Arnþór hafa fyrir hlutunum í vörninni hjá gestunum. Viktor Jóns og Gary Martin áttu góða spretti í fyrri hálfleik og Ívar Örn sömuleiðis. Í þeim seinni efldist leikur Garðbæinga með innspýtingu Óla Kalla og Halldórs Orra sem náði í stigin þrjú með líklega marki umferðarinnar. Hvað gekk illa? Sendingageta leikmanna var ekki á háu plani. Mikill sandur var í vellinum sem er langt í frá tilbúinn þótt hann sé líklega fínn miðað við árstíma. En menn voru líka að reyna of flóknar og stundum tilgangslausar sendingar sem rötuðu fyrir vikið ekki á samherja. Stjörnumenn voru í basli með langar og háar sendingar fram völlinn í fyrri hálfleik en Garðbæingar áttu náðugan dag í vörninni í þeim síðari. Víkingar komu sér margoft í góðar stöður í og við vítateig Stjörnumanna en vantaði gæði eða grimmd til að troða boltanum í markið. Hvað gerist næst? Stjörnumenn halda aftur á teppið í Garðabænum þangað sem Þróttur mætir í heimsókn. Fróðlegt verður að sjá hvort Rúnar Páll haldi sig áfram við sama byrjunarlið eða nýti einhvern þeirra varamanna sem breytt hafa gangi leikjanna tveggja sem liðið hefur unnið. Líklegt er að Ólafur Karl Finsen verði frá en hann var borinn af velli sárþjáður í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Víkingur sækir Breiðablik heim og þarf að fara að innheimta stig. Þeir litu vel út í fyrri hálfleik en Milos þarf að átta sig á hvað miður fór í þeim síðari. Milos gerði breytingu á liðinu í hállfleik sem gekk ekki upp.vísir/ernirAfrek hjá Stjörnunni að skora úr báðum færunum „Við áttum að vera búnir að ganga frá þeim í fyrri hálfleik. En það er ótrúlegt afrek hjá þeim að fá tvö færi, skora tvö mörk og vinna þennan leik,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, eftir leik.„Spilalega séð er ég ánægður með mína menn en úrslitin eru svekkjandi. Svona er þetta í fótbolta. Ef þú nýtir ekki færin þá er þér refsað gegn sterku liði. Einfalt mál.“Milos skipti Halldóri Smára Sigurðssyni inn á fyrir Stefán Þór Pálsson í hálfleik. Athyglisverð skipting þar sem vel gekk hjá Víkingum í fyrri hálfleik.„Þetta var taktísk pæling hjá okkur. Það má segja eftir leik að það gekk ekki upp. Það má skrifa það á mig.“Víkingur hefur eitt stig eftir tvo leiki. Eitt stig eftir útileik gegn KR var fínt en nú er staðan önnur. Milos er ekki sáttur við uppskerun.„Alls ekki. Það er það sem ég hef ítrekað. Það er ekki einn leikur sem skiptir máli. Við þurfum að safna fleiri stigum.“ Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernir„Við breytum ekki sigurliði er það?“ „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Við komum gríðarlega grimmir inn í þá í seinni hálfleik og það gekk eftir. Við vorum langt frá þeim í fyrri hálfleik og þeir fengu alltof mikinn tíma til að dæla boltanum fram sem þeir eru sterkir í. Við komum til baka í seinni og gerðum mjög vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum.Stjarnan gerði tvær breytingar í hálfleik og strax í upphafi síðari hálfleiks. Hilmar Árni Halldórsson og Þorri Geir Rúnarsson fóru út og Ólafur Karl Finsen og Halldór Orri Björnsson komu inn.„Dóri kom þvílíkt öflugur inn og skoraði frábært mark. Algjör snilld,“ sagði Rúnar. Hann sagði Þorra hafa meiðst og vonaði að meiðsli Ólafs Karls væru ekki alvarleg. Í báðum sigurleikjum Stjörnunnar hafa varamenn komið inn og breytt gangi leiksins. Er kominn tími fyrir þjálfarann að endurskoða byrjunarliðið?„Nei nei, af hverju? Segðu mér af hverju? Við breytum ekki sigurliði er það?“ sagði Rúnar Páll og hló.„Þetta er hluti af þessu að vera í hópíþrótt. Sumir byrja inn á og aðrir þurfa að sitja á bekknum. Það eru alltaf einhverjir sem eru ekki ánægðir í skýlinu og hvað þá ekki í hóp. Þetta er liðsheild og liðsheild skapar árangur.“ Halldór Orri Björnsson hefur byrjað á bekknum í tveimur fyrstu leikjum Stjörnunnar í sumar.vísir/stefánHalldór Orri: Ósáttur á bekknum en erfitt að gera tilkall Halldór Orri Björnsson brosti út að eyrum eftir 2-1 sigurinn en hann skoraði draumamarkið sem skildi að. En er ekkert erfitt að sitja á bekknum löngum stundum eftir að langt undirbúningstímabil? „Það er aldrei gaman að vera á bekknum en við erum bara með það sterkan hóp. Auðvitað er maður ósáttur. Við erum bara með það rosalega sterkan hóp að það er erfitt að gera tilkall til sætis, þó mann langi auðvitað að gera það,“ sagði Halldór Orri.„Það er bara gaman að koma inn á og hjálpa liðsfélögunum. Við erum allir í þessu saman. Maður tekur við því hlutverki sem þjálfarinn gefur manni.“Stjörnumenn eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og ætla sér stóra hluti.„Við stefnum á titilinn. Við gáfum það út í byrjun, settum okkur það markmið saman. Við erum ekkert óhræddir við að gefa það út,“ sagði Halldór. Hann átti engin svör við spurningunni hvort hann yrði ekki í byrjunarliðinu í næsta leik. Það væri Rúnars Páls að svara því en þjálfarinn spurði blaðamann í viðtali eftir leikinn í kvöld hvort það væri nokkur ástæða til að breyta byrjunarliðinu. vísir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Stjörnumenn eru með fullt hús stig að loknum tveimur umferðum í Pepsi-deild karla eftir þrautseigan 2-1 sigur á Víkingum í Fossvoginum. Gestirnir úr Garðabæ lentu undir en sneru við blaðinu í síðari hálfleik og engu skipti þótt þeir léku manni færri í tuttugu mínútur. Alex Freyr Hilmarsson kom heimamönnum í Víkingi yfir eftir tíu mínútna leik og var staðan 1-0 fyrir Víkingum í hálfleik. Í þeim síðari voru Stjörnumenn töluvert betra liðið á vellinum og jafnaði Baldur Sigurðsson metin fyrir þá bláu hálftíma fyrir leikslok. Það var síðan Halldór Orri Björnsson sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú á 67. mínútu leiksins með sannkölluðu draumamarki. Víkingar eru með aðeins eitt stig eftir tvo leiki en andstæðingarnir voru vissulega engir aukvissar í báðum tilvikum. Þeir gætu hins vegar hæglega verið í betri stöðu.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar höfðu gæðin þegar uppi var staðið. Róbert Örn Óskarsson hafði lítið að gera í markinu en þurfti þó að sækja boltann í netið tvisvar sinnum. Hann hefði mögulega getað komið út í fyrirgjöf Guðjóns Baldvinssonar í aðdraganda fyrra marksins sem Baldur skoraði af markteig. Þá ættu Víkingar að vita betur en að bjóða Halldóri Orra Björnssyni frítt skot rétt utan teigs. Víkingar fengu færi í fyrri hálfleik til að leiða með tveimur til þremur mörkum í hálfleik. Þeir voru hins vegar klaufar, nýttu ekki færin, en voru samt í fínni stöðu, marki yfir þegar gengið var til búningsherbergja. Milos þjálfari gerði taktíska breytingu í hálfleik sem reyndist ekki hjálpa Víkingum, hann viðurkenndi það sjálfur í viðtali eftir leik. Lítið kom út úr sóknarlínu þeirra rauðu og svörtu í síðari hálfleik og lítið að gera hjá Kerr í markinu. Þessir stóðu upp úr Guðjón Baldvinsson var óþreytandi í sóknarlínu Garðbæinga. Hann lagði upp fyrra markið og lét Alan og Arnþór hafa fyrir hlutunum í vörninni hjá gestunum. Viktor Jóns og Gary Martin áttu góða spretti í fyrri hálfleik og Ívar Örn sömuleiðis. Í þeim seinni efldist leikur Garðbæinga með innspýtingu Óla Kalla og Halldórs Orra sem náði í stigin þrjú með líklega marki umferðarinnar. Hvað gekk illa? Sendingageta leikmanna var ekki á háu plani. Mikill sandur var í vellinum sem er langt í frá tilbúinn þótt hann sé líklega fínn miðað við árstíma. En menn voru líka að reyna of flóknar og stundum tilgangslausar sendingar sem rötuðu fyrir vikið ekki á samherja. Stjörnumenn voru í basli með langar og háar sendingar fram völlinn í fyrri hálfleik en Garðbæingar áttu náðugan dag í vörninni í þeim síðari. Víkingar komu sér margoft í góðar stöður í og við vítateig Stjörnumanna en vantaði gæði eða grimmd til að troða boltanum í markið. Hvað gerist næst? Stjörnumenn halda aftur á teppið í Garðabænum þangað sem Þróttur mætir í heimsókn. Fróðlegt verður að sjá hvort Rúnar Páll haldi sig áfram við sama byrjunarlið eða nýti einhvern þeirra varamanna sem breytt hafa gangi leikjanna tveggja sem liðið hefur unnið. Líklegt er að Ólafur Karl Finsen verði frá en hann var borinn af velli sárþjáður í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Víkingur sækir Breiðablik heim og þarf að fara að innheimta stig. Þeir litu vel út í fyrri hálfleik en Milos þarf að átta sig á hvað miður fór í þeim síðari. Milos gerði breytingu á liðinu í hállfleik sem gekk ekki upp.vísir/ernirAfrek hjá Stjörnunni að skora úr báðum færunum „Við áttum að vera búnir að ganga frá þeim í fyrri hálfleik. En það er ótrúlegt afrek hjá þeim að fá tvö færi, skora tvö mörk og vinna þennan leik,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, eftir leik.„Spilalega séð er ég ánægður með mína menn en úrslitin eru svekkjandi. Svona er þetta í fótbolta. Ef þú nýtir ekki færin þá er þér refsað gegn sterku liði. Einfalt mál.“Milos skipti Halldóri Smára Sigurðssyni inn á fyrir Stefán Þór Pálsson í hálfleik. Athyglisverð skipting þar sem vel gekk hjá Víkingum í fyrri hálfleik.„Þetta var taktísk pæling hjá okkur. Það má segja eftir leik að það gekk ekki upp. Það má skrifa það á mig.“Víkingur hefur eitt stig eftir tvo leiki. Eitt stig eftir útileik gegn KR var fínt en nú er staðan önnur. Milos er ekki sáttur við uppskerun.„Alls ekki. Það er það sem ég hef ítrekað. Það er ekki einn leikur sem skiptir máli. Við þurfum að safna fleiri stigum.“ Rúnar Páll á hliðarlínunni.vísir/ernir„Við breytum ekki sigurliði er það?“ „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Við komum gríðarlega grimmir inn í þá í seinni hálfleik og það gekk eftir. Við vorum langt frá þeim í fyrri hálfleik og þeir fengu alltof mikinn tíma til að dæla boltanum fram sem þeir eru sterkir í. Við komum til baka í seinni og gerðum mjög vel,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar að leik loknum.Stjarnan gerði tvær breytingar í hálfleik og strax í upphafi síðari hálfleiks. Hilmar Árni Halldórsson og Þorri Geir Rúnarsson fóru út og Ólafur Karl Finsen og Halldór Orri Björnsson komu inn.„Dóri kom þvílíkt öflugur inn og skoraði frábært mark. Algjör snilld,“ sagði Rúnar. Hann sagði Þorra hafa meiðst og vonaði að meiðsli Ólafs Karls væru ekki alvarleg. Í báðum sigurleikjum Stjörnunnar hafa varamenn komið inn og breytt gangi leiksins. Er kominn tími fyrir þjálfarann að endurskoða byrjunarliðið?„Nei nei, af hverju? Segðu mér af hverju? Við breytum ekki sigurliði er það?“ sagði Rúnar Páll og hló.„Þetta er hluti af þessu að vera í hópíþrótt. Sumir byrja inn á og aðrir þurfa að sitja á bekknum. Það eru alltaf einhverjir sem eru ekki ánægðir í skýlinu og hvað þá ekki í hóp. Þetta er liðsheild og liðsheild skapar árangur.“ Halldór Orri Björnsson hefur byrjað á bekknum í tveimur fyrstu leikjum Stjörnunnar í sumar.vísir/stefánHalldór Orri: Ósáttur á bekknum en erfitt að gera tilkall Halldór Orri Björnsson brosti út að eyrum eftir 2-1 sigurinn en hann skoraði draumamarkið sem skildi að. En er ekkert erfitt að sitja á bekknum löngum stundum eftir að langt undirbúningstímabil? „Það er aldrei gaman að vera á bekknum en við erum bara með það sterkan hóp. Auðvitað er maður ósáttur. Við erum bara með það rosalega sterkan hóp að það er erfitt að gera tilkall til sætis, þó mann langi auðvitað að gera það,“ sagði Halldór Orri.„Það er bara gaman að koma inn á og hjálpa liðsfélögunum. Við erum allir í þessu saman. Maður tekur við því hlutverki sem þjálfarinn gefur manni.“Stjörnumenn eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og ætla sér stóra hluti.„Við stefnum á titilinn. Við gáfum það út í byrjun, settum okkur það markmið saman. Við erum ekkert óhræddir við að gefa það út,“ sagði Halldór. Hann átti engin svör við spurningunni hvort hann yrði ekki í byrjunarliðinu í næsta leik. Það væri Rúnars Páls að svara því en þjálfarinn spurði blaðamann í viðtali eftir leikinn í kvöld hvort það væri nokkur ástæða til að breyta byrjunarliðinu. vísir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira