Píratar vilja fylgja þróun erlendis í lögleiðingu kannabis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Sjá meira