Gylfi Þór ekkert alltof spenntur fyrir því að spila í framlínunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson vill spila á miðjunni. vísir/anton brink Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Ísland mætir Króatíu á morgun í Zagreb í fjórðu leikviku undankeppni HM 2018 en liðin eru í fyrsta og öðru sæti I-riðils með sjö stig eftir þrjá leiki. Það lið sem hefur sigur á Maksimir-vellinum verður í efsta sætinu fram á nýtt ár. Strákarnir okkar eru í meiðslavandræðum í framlínunni en hvorki Kolbeinn Sigþórsson né Alfreð Finnbogason verða með. Kolbeinn, sem er næst markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, hefur ekkert verið með í undankeppninni en Alfreð meiddist í sigurleiknum gegn Tyrklandi og hefur ekkert spilað síðan. Til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Björn Bergmann Sigurðarson sem spilaði sína fyrstu landsleiki í fimm ár gegn Finnlandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Jón Daði Böðvarsson mun alltaf byrja í framlínunni en hvort Viðar Örn Kjartansson fái tækifærið við hlið hans eða einhver af miðjumönnunum; Jóhann Berg, Birkir Bjarnason eða Gylfi Þór Sigurðsson, verða færðir fram á eftir að koma í ljós. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er búinn að ákveða hvaða tveir leikmenn byrja frammi en hópurinn fær væntanlega að vita það í kvöld og fótboltaáhugamenn 75 mínútum fyrir leik á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði mikið frammi til að byrja með undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar en eftir seinni hálfleikinn gegn Sviss í undankeppni HM 2014 fullmótaðist byrjunarlið Íslands og Gylfi hefur verið á miðjunni með Aroni síðan. Og þar vill hann vera. „Það er ekkert að því að spila frammi. Mín uppáhaldsstaða er meira inni á miðjusvæðinu,“ segir Gylfi Þór í viðtali við fótbolti.net í Parma þar sem landsliðið æfði í vikunni en það heldur til Zagreb í dag. Hann er ekkert alltof spenntur fyrir því að spila frammi. „Það hefur gengið vel með landsliðinu að spila á miðjunni. Heimir er með sínar hugmyndir og hann veit hvað hann er að gera. Hvort sem ég mun spila á kantinum, miðjunni eða frammi er ég nokkuð sáttur. Ég veit að Heimir velur það sem er best fyrir liðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45 Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Sjá meira
Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu. 11. nóvember 2016 09:45
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00
Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st 11. nóvember 2016 07:00