Keyrði á eigið herbergi: „Allt í einu er ég bara búin að keyra á húsið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2016 20:30 "Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“ Mynd/Íris Katla Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst. Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra. „Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris KatlaLeit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar. „Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt. „Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð. Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.Lánaði dóttir minni bílinn og hún keyrði á húsið mitt...#kostnaðarliðurinn https://t.co/Lh0Ax97C0X— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs Íris: Pabbi ég borga þetta bara sjálf...Ég: Giska á 500 þús kall með vinnuÍris: uhhhhÍris: Við finnum útúr þessu saman— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016@jonolafs Samt smá séns að þetta verði til þess að hún taki til inni hjá sér.... leyfi mér að vona— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016 @jonolafs En hún meiddi síg ekkert.... það skiptir öllu sko— Jon Olafsson (@jonolafs) May 23, 2016
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira