Höfundur sakaður um hatursáróður heimsækir Ísland Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. maí 2016 14:29 Hege og Magnús hafa aldrei hist en hann þýddi bókina. Vísir Von er á Hege Storhaug höfundi bókarinnar Þjóðaplágan Íslam til landsins á morgun en hún hefur verið sökuð um hatursáróður bæði í heimalandi sínu og af starfsmönnum Máls og Menningar. Bókin hefur þegar vakið nokkra eftirtekt hér á landi en í síðustu viku fengu allir þingmenn hana að gjöf frá ónefndum aðila sem fannst mikilvægt að stjórnendur landsins kynntu sér umfjöllunarefni hennar. Útgefandi bókarinnar segir þann aðila reka stóra alþjóðlega þjónustustarfsemi og þvertekur fyrir að hann tengist útgáfunni með beinum hætti. Útgefandi vill ekki geta nafn þess sem gaf þingmönnum bókina. Bókin rataði einnig í fréttir fyrir þær sakir að Mál og Menning neitaði í fyrstu að selja hana með þeim rökum að hún innihéldi hatursáróður. Höfundurinn fjallaði um málið á blogg síðu sinni. Eymundsson gerði hins vegar enga athugasemd um innihald bókarinnar og er hún þar í þriðja sæti á sölulistanum eftir að hafa hækkað sig um tvö sæti frá því í síðustu viku. Stundin greindi frá. Bókin fjallar í hnotskurn um félagsleg vandamál sem skapast hafa vegna bókstafstrúarmanna innan Islam í Noregi sem og norska öfgamenn sem hafa yfirgefið landið til þess að berjast með Isis. Hege þvertekur fyrir það að vera boðberi hatursáróðurs. Hún segir baráttu sína ekki vera á móti múslimum yfir höfuð heldur bókstafstrúaröflum innan Islam sem standi að hryðjuverkum víðs vegar um heim.Villandi þýðing á bókartitli?Titill bókarinnar á norsku er Islam – Den 11. landeplage sem er skírskotun í erindi sem flutt var í Noregi árið 1933 af þekktu norsku skáldi. Af íslenska titlinum að dæma má þó hæglega lesa það út að múslimar yfir höfuð séu plága á meðal fjölda þjóða. Hefði ekki verið skynsamlegra að beinþýða titilinn í Islam – 11. þjóðarplága Noregs? „Þetta er trix í bókaútgáfu. Maður setur ögrandi titil á forsíðu bókar, einmitt til þess að vekja athygli. Þetta er útfærsluatriði sem skapar umræðu,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Pressunar sem þýðir bókina.Hefur þú persónulega þá ekki áhyggjur af vaxandi fjölda múslima á Íslandi?„Ég hef áhyggjur af þessu öfga-Islam, eins og kemur skýrt fram í bókinni. Það er eitthvað sem stangast á við öll okkar grundvallargildi í okkar opna og frjálsa samfélagi. Bókstafur Islam hefur verið að vaxa fiskur um hrygg á Vesturlöndum á undanförnum árum. Í nágrannalöndum eru að koma upp vandamál. Við þurfum að skoða mjög vel hvernig þau hafa verið að haga sínum málum gagnvart innflytjendum og læra af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“Bókin fjallar nú aðallega um félagslegt vandamál í Noregi. Afhverju var ákveðið að gefa hana út hér á landi á meðan það er ekki hægt að nefna eitt einasta dæmi um vandamál sem má rekja beint til Islam?„Það er alveg satt en það gæti orðið það. Hér eru teikn á lofti. Hingað eru komnir peningar frá Saudi-Arabíu sem á að nota til þess að styrkja stöðu Islams. Fréttir af þessu hafa reyndar verið á reiki. Það er fjallað um það í þessari bók að á bak við peninga frá Saudi-Arabíu séu þessi bókstafstrúaröfl. Ég held að enginn vilji sjá Islamstrúna í sömu birtingarmynd hér eins og hún er í Saudi-Arabíu, þar sem mannréttindi eru þverbrotin. Auðvitað eru lang flestir múslimar hið besta fólk en ef við tökum ekki baráttuna við bókstafstrú þá erum við líka að bregðast þeim múslimum sem vilja lifa hér í frið og spekt. Við erum að skilja þá eftir varnarlausa.“Til allrar lukku hafa múslimar hér á Íslandi líka talað um þetta, vilja til að berjast á móti þessum öflum.„Þá erum við sammála um það. Ég skil ekki alveg þessi viðbrögð frá Mál og Menningu og ákveða að þetta sé einhver hatursáróður. Það er eins og að banna Söngva Satans eftir Salman Rushdie út frá því að þar sé verið að fjalla um satanisma og djöfladýrkun.“Útgefendur hafa mótmælt múslimumUm útgáfuna sjá samtökin Tjáningarfrelsi en talsmaður hennar segir félagið fyrst og fremst berjast fyrir tjáningafrelsi á Íslandi. Í stjórn félagsins eru Valdimar Jóhannsson, Arndís Ósk Hauksdóttir prestur í Noregi og Margrét Friðriksdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Pressunar og þýðandi bókarinnar. Valdimar, Magnús og Margrét hafa öll verið gagnrýnd í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vegna ummæla sinna eða afstöðu til múslima. Samkvæmt heimildum Vísis eru einnig þrír aðrir íslenskir prestar þátttakendur í félaginu. Hege Storhaug rithöfundur heldur opinn fund á Fosshótel við Höfðatorg á miðvikudagskvöld kl.20. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Von er á Hege Storhaug höfundi bókarinnar Þjóðaplágan Íslam til landsins á morgun en hún hefur verið sökuð um hatursáróður bæði í heimalandi sínu og af starfsmönnum Máls og Menningar. Bókin hefur þegar vakið nokkra eftirtekt hér á landi en í síðustu viku fengu allir þingmenn hana að gjöf frá ónefndum aðila sem fannst mikilvægt að stjórnendur landsins kynntu sér umfjöllunarefni hennar. Útgefandi bókarinnar segir þann aðila reka stóra alþjóðlega þjónustustarfsemi og þvertekur fyrir að hann tengist útgáfunni með beinum hætti. Útgefandi vill ekki geta nafn þess sem gaf þingmönnum bókina. Bókin rataði einnig í fréttir fyrir þær sakir að Mál og Menning neitaði í fyrstu að selja hana með þeim rökum að hún innihéldi hatursáróður. Höfundurinn fjallaði um málið á blogg síðu sinni. Eymundsson gerði hins vegar enga athugasemd um innihald bókarinnar og er hún þar í þriðja sæti á sölulistanum eftir að hafa hækkað sig um tvö sæti frá því í síðustu viku. Stundin greindi frá. Bókin fjallar í hnotskurn um félagsleg vandamál sem skapast hafa vegna bókstafstrúarmanna innan Islam í Noregi sem og norska öfgamenn sem hafa yfirgefið landið til þess að berjast með Isis. Hege þvertekur fyrir það að vera boðberi hatursáróðurs. Hún segir baráttu sína ekki vera á móti múslimum yfir höfuð heldur bókstafstrúaröflum innan Islam sem standi að hryðjuverkum víðs vegar um heim.Villandi þýðing á bókartitli?Titill bókarinnar á norsku er Islam – Den 11. landeplage sem er skírskotun í erindi sem flutt var í Noregi árið 1933 af þekktu norsku skáldi. Af íslenska titlinum að dæma má þó hæglega lesa það út að múslimar yfir höfuð séu plága á meðal fjölda þjóða. Hefði ekki verið skynsamlegra að beinþýða titilinn í Islam – 11. þjóðarplága Noregs? „Þetta er trix í bókaútgáfu. Maður setur ögrandi titil á forsíðu bókar, einmitt til þess að vekja athygli. Þetta er útfærsluatriði sem skapar umræðu,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, ritstjóri Pressunar sem þýðir bókina.Hefur þú persónulega þá ekki áhyggjur af vaxandi fjölda múslima á Íslandi?„Ég hef áhyggjur af þessu öfga-Islam, eins og kemur skýrt fram í bókinni. Það er eitthvað sem stangast á við öll okkar grundvallargildi í okkar opna og frjálsa samfélagi. Bókstafur Islam hefur verið að vaxa fiskur um hrygg á Vesturlöndum á undanförnum árum. Í nágrannalöndum eru að koma upp vandamál. Við þurfum að skoða mjög vel hvernig þau hafa verið að haga sínum málum gagnvart innflytjendum og læra af þeim mistökum sem þar hafa verið gerð.“Bókin fjallar nú aðallega um félagslegt vandamál í Noregi. Afhverju var ákveðið að gefa hana út hér á landi á meðan það er ekki hægt að nefna eitt einasta dæmi um vandamál sem má rekja beint til Islam?„Það er alveg satt en það gæti orðið það. Hér eru teikn á lofti. Hingað eru komnir peningar frá Saudi-Arabíu sem á að nota til þess að styrkja stöðu Islams. Fréttir af þessu hafa reyndar verið á reiki. Það er fjallað um það í þessari bók að á bak við peninga frá Saudi-Arabíu séu þessi bókstafstrúaröfl. Ég held að enginn vilji sjá Islamstrúna í sömu birtingarmynd hér eins og hún er í Saudi-Arabíu, þar sem mannréttindi eru þverbrotin. Auðvitað eru lang flestir múslimar hið besta fólk en ef við tökum ekki baráttuna við bókstafstrú þá erum við líka að bregðast þeim múslimum sem vilja lifa hér í frið og spekt. Við erum að skilja þá eftir varnarlausa.“Til allrar lukku hafa múslimar hér á Íslandi líka talað um þetta, vilja til að berjast á móti þessum öflum.„Þá erum við sammála um það. Ég skil ekki alveg þessi viðbrögð frá Mál og Menningu og ákveða að þetta sé einhver hatursáróður. Það er eins og að banna Söngva Satans eftir Salman Rushdie út frá því að þar sé verið að fjalla um satanisma og djöfladýrkun.“Útgefendur hafa mótmælt múslimumUm útgáfuna sjá samtökin Tjáningarfrelsi en talsmaður hennar segir félagið fyrst og fremst berjast fyrir tjáningafrelsi á Íslandi. Í stjórn félagsins eru Valdimar Jóhannsson, Arndís Ósk Hauksdóttir prestur í Noregi og Margrét Friðriksdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri Pressunar og þýðandi bókarinnar. Valdimar, Magnús og Margrét hafa öll verið gagnrýnd í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vegna ummæla sinna eða afstöðu til múslima. Samkvæmt heimildum Vísis eru einnig þrír aðrir íslenskir prestar þátttakendur í félaginu. Hege Storhaug rithöfundur heldur opinn fund á Fosshótel við Höfðatorg á miðvikudagskvöld kl.20.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira